Þetta átti móðir Elínar að borða: „Væri gaman að sjá þetta borið fram á Al­þingi“

„Það væri gaman að sjá þetta borið fram á Al­þingi,“ segir Elín Guð­rún Jóhanns­dóttir, dóttir Sól­veigar Guð­munds­dóttur, sem býr í þjónustu­í­búð aldraðra við Norður­brún í Reykja­vík.

Elínu brá í brún þegar hún sá há­degis­matinn sem borinn var fram fyrir móður hennar í dag, eða eins og hún sagði á Face­book: „Þetta er há­degis­matur mömmu fyrir eldri borgara í dag í boði borgarinnar, kaldur plokk­fiskur frá því í gær inni í brauð­hleif.“

Elín segir í sam­tali við Hring­braut að það hafi fokið í hana þegar hún sá matinn. Rétturinn saman­stóð af gratíneruðum fiski, brauði og súpu. Brauðið var ofan í fisknum þegar rétturinn kom og var það orðið blautt og ó­lystugt. Þá segir hún að plokk­fiskurinn hafi verið orðinn kaldur.

„Það var fiskur í botninum, brauðinu var stungið ofan í. Brauðið var orðið mjúkt og seigt, fólk bítur ekkert í það. Þetta er bara við­bjóður. Ég talaði við fólkið á göngunum og það voru bara allir sam­mála um það að þetta væri al­gjör við­bjóður,“ segir Elín en rétturinn kostar móðir hennar 815 krónur.

Hún segir leitt að tölu­verð um­ræða um gæði þeirra mat­væla sem eldri borgarar fá stundum hafi engu skilað. „Látum vera þó þetta væru 1.000 eða 1.200 krónur og gæðin þá meiri,“ segir Elín og bætir við að þegar móðir hennar bjó ein hafi hún fengið mat frá Vita­torgi sem hafi verið góður.

Færsla Elínar hefur vakið gríðar­leg við­brögð í dag og hafa margir deilt henni og tjáð sig um hana. Einn þeirra sem það gerir er Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, sem segir ein­fald­lega: Ís­land í dag. Hin Reykja­vík“

Þetta er hádegismatur mömmu fyrir eldriborgara í dag í boði borgarinnar, kaldur plokkfiskur frá því í gær inní brauðhleif🤮væri gaman að sjá þetta borið fram á Alþingi

Posted by Elín Guðrún Jóhannsdóttir on Mánudagur, 7. september 2020