„Það er annað­hvort heim að ríða, eða ekki neitt“

Ás­dís Rán er ný­lega orðin ein­hleyp. Hún segir að stefnu­móta­markaðurinn á Ís­landi sé glataður. Þetta kemur fram í hlað­varps­þætti Helga Jean Cla­es­sen og Hjálmars Örns Jóhann­sonar í þáttunum Hæ Hæ: Ævin­týri Helga og Hjálmars.

„Til dæm­is eru karl­­menn al­veg hætt­ir að bjóða út að borða. Þeir eru hætt­ir að dekra kon­ur. All­ar vin­­kon­ur mín­ar sem eru sing­le – það er ekki einn maður sem býður þeim út að borða til að kynn­ast þeim. Það er annað­hvort heim að ríða – eða ekki neitt. Það er eng­inn herra­­mennska í gangi. Úti ef þú mynd­ir dirf­ast að gera eitt­hvað svona … hitt er bara aum­ingja­­skap­ur.“

Ás­dís segist telja að á­stæðan sé ó­jafn­vægi milli kynjanna. „Þú get­ur al­veg verið sterk kona – en það má ekki troða svona mikið á karl­­mönn­um,“ segir Ás­dís sem segir að karlar megi helst ekki gera neitt í dag:

Ég er búin að segja þetta oft ég er alltaf dæmd fyr­ir það. Mér finnst virðing­in svo­lítið dott­inn af mönn­un­um – og þeir eru orðnir svo­lítið „useless“ með tím­an­um. Kon­urn­ar vilja borga. Þær vilja vinna. Þær vilja gera allt. Karl­inn bara kem­ur heim: Og já elsk­an. Og þegir.“

Ás­dís segist vera komin á þann aldur að hún sé gömul. „Ég er kom­in á þann ald­ur að ég er göm­ul – og ætla ekki að setja nein­ar … ég veit bara þegar ég hitti ein­hvern.“