Te og kaffi lokar vegna kórónaveirunnar

„Við höfum tekið þá erfiðu á­kvörðun að loka öllum okkar kaffi­húsum tíma­bundið vegna út­breiðslu Co­vid-19 í sam­fé­laginu okkar. Frá og með þriðju­deginum 24. Mars verða öll okkar kaffi­hús lokuð og þangað til við teljum ó­hætt að opna þau aftur.“

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Te og kaffi sem skellir í lás tíma­bundið. Stefnir fyrir­tækið á að opna aftur þegar mesta hættan er yfir­staðin. Þar segir enn fremur:

„Þetta er ekki auð­veld á­kvörðun að taka en er fyrst og fremst tekin með vel­ferð okkar starfs­fólks og við­skipta­vina að leiðar­ljósi.“

Kaffi­brennslan sjálf mun halda starf­semi á­fram og sjá til þess að hægt verði að versla kaffi frá fyrir­tækinu í mat­vöru­verslunum. Um tíma­bundið á­stand er að ræða. Þá segir einnig í yfir­lýsingunni.

„Við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur þegar þetta er af­staðið. Hugsið um ykkar nánustu ást­vini, fylgið fyrir­mælum yfir­valda og farið vel með ykkur.“