Tara Margrét æf yfir stað­hæfingum læknis um of­fitu og krabba­mein: „Gjör­sam­lega ó­þolandi og ó­geðs­leg full­yrðing“

Tara Margrét Vil­hjálms­dóttir, fyrr­verandi for­maður Sam­taka um líkams­virðingu og einn helsti tals­maður landsins gegn fitu­for­dómum er ekki á­nægð með Aðal­stein Arnar­son skurð­lækni á Klíníkinni.

Aðal­steinn sagði á Vísi í gærað gríðar­leg fjölgun hefur orðið á maga­erma-og hjá­veitu­að­gerðum hér á landi síðustu tvö ár og að slíkar að­gerðir eta komið í veg fyrir al­var­lega sjúk­dóma eins og krabba­mein. Úr­elt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. Talið er að einn af hverjum þremur Ís­lendingum sé of þungur og hluti þeirra gími við of­fitu.

Þá sagði hann Klíníkina stefna að því nú að bjóða líka upp á sál­fræði-eða geð­lækna­að­stoð sam­fara slíkum að­gerðum því oft sé of­fita flókinn vandi. Aðal­steinn segir hins vegar að á­vinningur að­gerðanna sé gríðar­lega mikill fyrir lang­flesta og hún geti komið í veg fyrir al­var­lega sjúk­dóma eins og sykur­sýki og kæfis­vefn.

„Of­þyngd hefur mjög nei­kvæð á­hrif á nokkrar tegundir krabba­meina. Þannig er tíðni krabba­meina í brjósti alltaf tvö­föld hjá konum í yfir­þyngd saman­borið við konur í kjör­þyngd. Þannig að það er mikill á­vinningur af því að vera í kjör­þyngd eða komast þangað,“ segir Aðal­steinn.

Síðustu tvær máls­greinarnar fóru illa í Töru sem tók skjá­skot af þeim og deildi á sam­fé­lags­miðlum.

„Þetta er gjör­­sam­­lega ó­­þolandi og ó­­­geðs­­lega full­yrðing í ljósi þess að það er vel þekkt og viður­­kennd út­­skýring á hærri krabba­­meins­­tíðni feitra að það fær ekki greiningu eða þorir ekki að leita til læknis vegna fitu­­for­­dóma,“ skrifar Tara.

„Sl. vetur steig fram ung kona til að segja sögu sína af slíkri reynslu og sýndi þar með fá­­dæma hug­rekki og styrk. Höldum minningu hennar á lofti.Hinn meinta á­vinning fær Aðal­­­steinn svo úr rann­­sóknum sem bera saman fólk sem hefur alltaf verið grannt við feitt fólk. Ekki grannt fólk sem var einu sinni feitt (hvað þá fólk sem hefur farið í að­­gerð) við feitt fólk. Út­­skýringin á því er ein­­föld,“ bætir hún við.

„Það eru ekki til lang­­tíma rann­­sóknir af nægi­­lega háum gæðastandardi af fólki sem var einu sinni feitt. Aðal­­­lega því að það er næsta ó­­­mögu­­legt að gera feitt fólk að grönnu fólki í langs tíma. Hvort sem það fór í að­­gerð eða ekki.Þetta er því á­­lyktun sem hann getur með engu móti dregið. En gerir það samt því að það þarf að selja fleiri að­­gerðir og gera fleiri samninga við ríkið,“ skrifar Tara að lokum.