Sveinn Rúnar notaði tæki­færið í beinni og sendi for­sætis­ráð­herr­a Rúss­lands skila­boð

Sveinn Rúnar, laga­höfundur og læknir, sem samdi lagið fyrir Sól­borgu og Sönnu í undan­keppninni fyrir Euro­vision sem fór fram á Rúv í kvöld mætti í heldur betur pólitískri peysu í salinn.

Hann var í hvítri peysu sem sagði Fuck Putin og nýtti tæki­færið þegar Björg Magnús­dóttir kynnir gaf honum orðið til að láta skoðun sína í ljós á stríðinu í Úkraínu.

„Með vor í hjarta því sumar­tískan er komin í hús og verður bráðum fáan­lega á fuck­putin.is,“ sagði Sveinn Rúnar og benti á peysu sína

„Þetta eru fal­leg snjall­föt sem minna góða Rússa á Ís­landi að taka upp símann reglu­lega og ræða og fræða,“ sagði Sveinn.

Hægt er að horfa á við­talið við Svein hér.