Svavar halldórs kominn í hrútana


Nýráðinn framkvæmdastjóri Landsambands sauðfjárbænda, Svavar Halldórsson, vinnur langan vinnudag. Fyrir utan að vera orðinn talsmaður sauðkindarinnar í fullu starfi, rekur þessi gamalkunni fréttamaður af RÚV og Stöð 2 verslunina RAM við Laugaveg.


Í þættinum ,,Lífsins list" á Hringbraut í gærkvöld sagði Svavar í samtali við Sirrý að hann hefði ljósmyndir af hrútum og hrútshorn upp um alla veggi í búðinni til að minna sig á hvað hann vinnur við á skrifstofutíma á daginn. Verslunarstörfin séu aukastarf hjá honum á kvöldin og um helgar.


Svavar selur meðal annars sælkerafæðu sem íslenskt matarhandverksfólk hefur unnið svo sem salt, sinnep og annað sem er gott með íslenska lambakjötinu.


Þátturinn er endursýndur á Hringbraut í kvöld kl. 21.30.