Sumir listamenn missa móðinn á tímum COVID-19 - aðrir ekki: Friðrik Ómar syngur við getnað

30. júlí 2020
17:00
Fréttir & pistlar

Listamenn þjóðarinnar eru í sárum eftir tíðindi dagsins um hertari aðgerðir yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.

Verslunarmannahelginni er svo gott sem aflýst og því eru margir tónlistar- og sviðslistamenn í raun atvinnulausir, að minnsta kosti til skamms tíma.

Söngvarinn og Eurovision-stjarnan, Friðrik Ómar Hjörleifsson, ætlar þó ekki að gefast upp og var snöggur að snúa vörn í sókn. Þar sem Íslendingar verða líklega meira og minna heima má allt eins búast við því að fólk reyni að gera gott úr þessu og svefnherbergi landsins verði óvenju fjörug þessa helgina.

Þar kemur Friðrik Ómar til skjalanna. Hann sendi út ómótstæðilegt tilboð þar sem hann býðst til þess að syngja við getnað.

Að sjálfsögðu lét söngvarinn verðskrá fylgja:
Intro ca. 15 sek: 15.000.-
Intro og vers: 47 sek: 35.000.-
Intro, vers, viðlag: 45.000.-
Heilt lag, 3 min: 55.000.-
Lagasyrpa ef sé stuð: 120.000.-
Dansleikur, fyrir lengra komna: 250.000

Áhugasamir geta sent skilaboð á Frilla atvinnulausa eins og söngvarinn titlar sig.