Stórglæsilegur og nýstárlegur veitingastaður í gamalli stálsmiðju

Í hjarta miðborgarinnar út við Granda er nýr og glæsilegur veitingastaður, Héðinn Kitchen & Bar, í endurhönnuðu húsnæði sem áður var stálsmiðjan Héðinn. Staðurinn opnaði í sumar með pomp og prakt og hefur notið mikill vinsælda síðan. Sjöfn heimsækir stofnendur og eigendur staðarins, æskuvinina, Elías Guðmundsson og Karl Viggó Vigfússon sem báðir eru alvanir veitingamenn og fær að heyra forsöguna um tilurð staðarins, hönnunina og sérstöðu matargerðarinnar.

Héðinn Kitchen & Bar8.jpg

Hönnunin á staðnum hefur tekist vel til og nýtt útlit og hlutverk þessa gamla verksmiðjuhúsnæðis ótrúlega skemmtilegt./Ljósmyndir Anton Brink.

Þegar ég gekk inn og sá rýmið voru hughrifin það mikil að það var engin leið að vera ekki hluti af þessu verkefni. Ég hringdi beint í Viggó og fékk hann til að koma og skoða og það var sama sagan þar, við urðum má segja, ástfangnir af staðnum frá upphafi,“segir Elías. Hönnunin á staðnum er einstaklega vel heppnuð í alla staði og ótrúlegt að sjá hve vel hefur tekist til að gefa þessu verksmiðjuhúsi nýtt útlit og hlutverk

„Áherslurnar í matargerðinni eru árstíðarbundnar og markmiðið er að vera með spennandi seðil. Við erum að tala árstíðarbundinn matseðil, spennandi en samt sem áður afslappaðan „less is more“, segja þeir félagar Elías og Viggó og eru stoltir að vera með öflugt fagfólk með í för á öllum sviðum veitingahússins. Þeir fengu liðs við sig til að mynda matreiðslumanninn Sigurjón Braga Geirsson, landsliðskokk, matreiðslumann ársins 2019 og fyrrum landsliðsþjálfara kokkalandsliðsins til að skapa matseðilinn og stendur hann vaktina í eldhúsinu sem yfirkokkur.

Héðinn Kitchen & Bar 1jpg.jpg

Sjöfn fær jafnframt að skyggnast vak við tjöldin í eldhúsinu hjá Sigurjóni sem sýnir áhorfendum brot af því besta. „Við vorum til mynda þegar búnir að tryggja okkur alla tómata uppskeruna frá Brautarhól í Reykholti þegar við opnuðum,“segir Sigurjón og segir að þeirra aðalsmerki sé hágæða hráefni og sviptir hulunni af einum vinsælasta rétti staðarins sem inniheldur einmitt tómata.

M&H Sjöfn Þórðar & Sigurjón yfirkokkur.jpeg

Sjöfn með yfirkokknum, Sigurjóni Braga Geirssyni og Yonatan Francisco sem einnig er kokkur djásni staðarins, grillinu þar sem töfrarnir í matargerðinni gerast.

Missið ekki af áhugaverðir heimsókn á veitingahúsið Héðinn Kitchen & bar þar sem matur og munúð eru forgrunni í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.