Björn Leví Gunnarsson skrifar

Stjórn­mál sem við þurfum í dag

23. mars 2020
13:47
Fréttir & pistlar

Það er alltaf tími fyrir eftir­lit gagn­vart þeim sem fara með vald en sá tími er mis­mikill. Í neyðar­á­standi er sá tími tví­mæla­laust minni en annars vegna þess að neyðar­á­standið krefur fólk um eins ó­skipta at­hygli og hægt er að gefa, annars væri ekki um neyðar­á­stand að ræða.

Með það í huga þá haga ég eftir­liti mínu og yfir­lýsingum um hvað væri mest og best að gera. Eftir­litið minnkar ekki, en eðli þess breytist úr því að að grand­skoða á­kvarðanir dagsins í dag áður en þær eru teknar í að horfa meira í bak­sýnis­spegilinn. Að gefa stjórn­völdum svig­rúm til þess að sinna neyðar­á­standinu á sama tíma og ég reyni að full­vissa mig um að stjórn­völd séu að vinna sam­kvæmt bestu mögu­legu ráð­leggingum.

Í neyðar­á­standi þá breytist margt mjög hratt. Það er annað ein­kenni neyðar­á­stands. Það þýðir að á­kvörðun sem var tekin fyrir stuttu síðan er aug­ljós­lega röng með til­liti til breyttra að­stæðna. Það þýðir ekki að neitt rangt hafi verið gert þegar á­kvörðun var tekin. Það þýðir bara að upp­lýsingar voru ekki nægi­lega góðar til þess að sjá fyrir þá þróun sem raun­gerðist.

Sumir kalla nefni­lega eftir harðari við­brögðum. Aðrir ekki. Flestir af þeim byggja þær kröfur á eigin hyggju­viti og það er allt gott og blessað með það. Það er auð­velt að vera vitur eftir á og það er auð­velt í nú­verandi að­stæðum að leggja til ýtrustu við­brögð sem mögu­legt er að grípa til. Ég gæti hæg­lega kallað eftir ítrustu að­gerðum og þegar öllu er af­lokið, klappað mér á bakið og sagt að allt hefði nú farið betur ef bara hefði verið hlustað á mig. Það er hins vegar mjög ó­á­byrgt að gera í neyðar­á­standi. Það er ekkert sem bendir til þess að stjórn­völd dragi úr því að grípa til við­eig­andi að­gerða. Að stjórn­völd fari ekki eftir bestu ráð­leggingum sem í boði eru (ef það kemur í ljós eftir­á, þá ætla ég rétt að vona að fólk taki nú loksins pólitíska á­byrgð).

Ég styð stjórn­völd til þess að grípa til hvaða að­gerða sem þarf, hvaða að­gerða sem bestu ráð­leggingar sér­fræðinga segja til um. Ég beiti ekki eigin til­finninga­rökum á einn veg eða annan því ég hef ekki að­gang að meiri upp­lýsingum en koma fram á dag­legum upp­lýsinga­fundi al­manna­varna. Þau sem eru að taka á­kvarðanir í þessu eru með allar þær upp­lýsingar og fleiri til. Ef það þarf að loka flug­völlum, þá þarf þess. Ef það þarf út­göngu­bann, þá þarf þess. Það eru auð­vitað gríðar­lega al­var­legar að­gerðir en á­standið gæti krafist þess. Eftir­á þarf hins vegar að skoða hvort gripið var til við­eig­andi að­gerða hverju sinni. Fólki fyrir­gefst yfir­leitt var­kárni, það er að segja að vera frekar of- heldur en van-.

Í að­eins færri orðum, það væri pólitísk keilu­spil að kalla eftir ítrustu við­brögðum. Fólk sem gerir slíkt hefur ekki for­sendur til þess að krefjast þess. Það gæti hins vegar verið að það sé rétt á­giskun þegar allt kemur til alls. Það breytir því ekki að það er á­giskun. Ódýr á­giskun. Ó­á­byrg á­giskun. Það eru stjórn­mál sem við þurfum ekki á að halda í dag. Við þurfum stjórn­mál sem þora að treysta og þora að bera á­byrgð. Ég kýs að treysta því að stjórn­völd séu að fara eftir bestu ráð­leggingum þeirra sem hafa að­gang að bestu gögnunum. Ég treysti því að stjórn­völd þori að bera á­byrgð á þeim á­kvörðunum sem þau taka í þessum að­stæðum. Ég treysti mér til þess að vega og meta það af sann­girni eftir­á, hvort um við­eig­andi við­brögð var að ræða eða ekki. Það eru stjórn­mál sem við þurfum í dag.

Höfundur er þingmaður Pírata.