Starfsmaður Stjörnunnar réðst á leikmann: „Voðalega eru menn litlir þarna í Garðabænum“

Afturelding vann góðan sigur á Stjörnunni í Olís deild karla í gær en atvik eftir leik er það sem vekur hvað mesta athygli. Þar sést starfsmaður Stjörnunnar ráðast á leikmann gestaliðsins.

Leikurinn fór fram í Garðabæ en að leik loknum voru gestirnir að fagna góðum sigri. Þegar allt virtist vera í góðu lagi ákvað starfsmaður Stjörnunnar að labba að leikmanni Aftureldingar og hrinda honum.

Ekki sést nákvæmlega við hverjum er stjakað eða hvort hann hafi gert eitthvað að sér í aðdraganda atviksins.

„Jahérna hér, voðalega eru menn litlir þarna í garðabænum, allt eðlilegt við það að starfsmaður hrindi leikmanni hjá andstæðingnum," skrifar Gunnar Pétur Haraldsson og birtir myndband af atvikinu.

Samkvæmt umræðum við myndbandið er það Gunnar Malmquist, leikmaður Aftureldingar sem hrint var af starfsmanninum.

Fleiri fréttir