Starfskjör sveitarstjóra eru hrein della saman borið við ráðherra

Í Fréttablaðinu í dag er samantekt á starfskjörum sveitarstjóra á Íslandi og þau borin saman við starfskjör ráðherra og borgarstjórans í Reykjavík. Þar kemur sitthvað fram sem er einkennilegt og óboðlegt.

Til dæmis virðast starfskjör fjögurra sveitarstjóra, í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ og á Akureyri, vera ríflegri en borgarstjórans í Reykjavík. Þetta er vitanlega út í hött þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg er stærsta fyrirtæki landsins og íbúafjöldi borgarinnar 130 þúsund manns en einungis búa 18 þúsund í Garðabæ sem greiðir bæjarstjóra sínum hærri laun en borgarstjórinn hefur. Starfskjör þessara fjögurra bæjarstjóra eru einnig betri en forsætisráðherrans. Þetta stenst enga rökrétta skoðun. Varla trúa menn því að það sé vandasamara verk að stýra Akureyrarbæ en þjóðinni úr stóli forsætisráðherra.

Borgarstjórinn í Reykjavík er með svipuð starfskjör og ráðherrar, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Ölfusi!

Ber að trúa því að það sé álíka vandasamt að stýra fjármálum ríkisins, leiða Reykjavíkurborg og gegna stöðu sveitarstjóra í Ölfusi þar sem eitt þúsund manns búa?

Ef lítil sveitarfélög eru rekinn af svona mikilli óráðsíu, þarf ekki að koma á óvart þó að sveitarfélög landsins stríði viðmikinn og vaxandi fjárhagsvanda.

- Ólafur Arnarson.