Þórir Snær Sigurðarson skrifar

Stanley kubrick og kalda stríðið

18. maí 2018
13:28
Fréttir & pistlar

Stanley Kubrick og Kalda stríðið verða viðfangsefni kvikmyndaþáttarins Hvíta tjaldið á Hringbraut í kvöld. Kalda stríðið veitti innblástur til fjölda njósnamynda og ádeilumynda og ekki minni jaxlar en James Bond lentu í ævintýrum í Sovétríkjunum. 

Í seinni hlutanum verður svo sýndur fyrri hluti umfjöllunnar okkar um hinn merka leikstjóra Stanley Kubrick, sem var ýmist elskaður eða hataður. Hann var mikill fullkomnunnarsinni og fór sínar eigin leiðir í kvikmyndagerð. Meðal þekktra mynda hans eru The Shining, 2001: A Space Odyssey og Dr. Strangelove. 

Ekki missa af frábærum þætti af Hvíta tjaldinu kl. 21:30 í kvöld á Hringbraut.