„Stærsti fíkniefnasalinn á Íslandi er vinur minn Bjarni Benediktsson“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar pistil um mál dagsins: afglæpavæðingu fíkniefna. Í kvöld fara fram umræður á Alþingi um frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.

Hannes segist taka undir með hinum heilaga Tómas af Akvíno, um að ríkið ætti að einbeita sér að halda í skefjum þeim löstum, sem öðrum væru hættulegir, til dæmis ofbeldi og þjófnuðum, en láta meinlausari lesti eiga sig.

Hannes segir að vangaveltur um lögleiðingu fíkniefna vera til marks um misskilning þar sem ríkið hafi þegar tekið sér einkarétt á sölu fíkniefna, þ.e. alkahóls og níkótíns.

„Stærsti fíkniefnasalinn á Íslandi er vinur minn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,“ skrifar hann á Facebook.

„Spurningin sé, hvað réttlæti bann við sumum fíkniefnum, en ekki öðrum. Þar finnst mér ein regla eðlileg. Ef þú gerir aðallega sjálfum þér mein með neyslunni, þá á að leyfa efnið, umbera neysluna (þótt sjálfur sé ég afar mótfallinn henni). Ef þú verður hættulegur öðrum með henni, þá eru komin rök fyrir því að banna efnið.“

Það sé ekki hlutverk ríkisins að siða fólk til og að löstur ætti ekki að vera glæpur að mati Hannesar Hólmsteins.