Sonur þorsteins við má: „drullaðu þér í burtu“

Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Baldvinssonar, sagði Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að drulla sér í burtu, þegar Már hugðist heilsa Samherjamönnum eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, þar sem framganga Seðlabankans í Samherjamálinu var til umfjöllunar.

Þorsteinn Már var kominn út af fundinum og var að búa sig undir að veita fjölmiðlum viðtöl. Már kom þá út af fundinum og hugðist heilsa Þorsteini. Þá steig Baldvin inn á milli þeirra og sagði: „Sýndu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu.“ Nokkur hópur fólks varð vitni að orðaskiptunum.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/sonur-thorsteins-vid-ma-syndu-sma-somakennd-og-drulladu-ther-i-burtu/