Sömdu lag um kynlífsleysi Helga Jean: Ekki stundað kynlíf í sextán mánuði

Hjálmar Örn Jóhannsson og Helgi Jean Claessen, stjórnendur hlaðvarpsins Hæ hæ, sömdu texta við lagið, Lagið um það sem er bannað, í þætti sem kom út síðastliðinn fimmtudag.

Textinn fjallar um kynlífsleysi Helga en eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í mánuðinum þá hefur Helgi ekki stundað kynlíf í sextán mánuði samkvæmt Hjálmari.

„Helga langar svo að sofa hjá en þær ýta honum öllum frá. Hann er bara einn og sjötíu og það vita það nú allir og bara 55 kíló,“ syngur Hjálmar með innlifun.

„Þetta er lag um mig og svo á ég að halda áfram að syngja um mig?“ spyr Helgi.

„Þetta er bara lag á staðnum,“ segir Hjálmar og hlær og Helgi heldur áfram að syngja: „Þær ýta mér samt ekki alveg frá, ég var bara að byggja pínu smá. Ég hafði ekki tíma til að vera í síma og vera að svæpa tinder til og frá.“

Hjálmar hefur gert góðfúslegt grín að vini sínum í þáttunum sem virðist falla ágætlega í kramið hjá Helga Jean.

Ekki er vitað hvort Helgi hafi farið á einhver stefnumót nýlega en Hjálmar var vongóður fyrir vin sinn eftir að Simmi Vill og Hannes Steindórsson komust á fast.

Hægt er að hlusta á lagið hér.

Fleiri fréttir