Sólheimar 90 ára – Afmælisþættir á Hringbraut

Haldið var upp á 90 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi í byrjun júlí síðastliðinum með afmælisveislu á Sólheimum. Í tveimur þáttum á Hringbraut verður farið yfir söguna og komið við á afmælisdeginum þar sem rætt er við íbúa og starfsmenn þorpsins. Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur er ekki síst minnst en hún var baráttukonan sem stofnaði og stýrði Sólheimum fyrstu áratugina og það ekki þrautalaust gagnvart yfirvöldum og vegna fordóma í íslensku samfélagi. Hugsjónastarfið hefur haldið velli í 90 ár en þó sitt hvað hafi breyst síðustu áratugina og þorpið stækkað er mannvirðing og sjálfbærni í sátt við náttúruna alltaf í öndvegi.

Farið verður vítt og breytt um þetta einstaka þorp á heimsvísu þar sem í dag búa um 100 manns.

Fyrri þátturinn er á dagskrá í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. september klukkan 20. Umsjón með þáttunum hefur Linda Blöndal.

Seinni þáttur er á dagskrá viku síðar, miðvikudaginn 7.október Kl.20.

Stiklu fyrir þáttinn má sjá hér að neðan: