Sól­ey um fjár­kúgurnar­málið: „Það virðist öllum vera drull“

Sól­ey Tómas­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi VG og femín­isti, lagði orð í belg um fjár­kúgunar­málið sem er á allra vörum í dag en Vita­lía Lazareva og Arnar Grant hafa verð kærð til héraðs­sak­­sóknara fyrir til­­raun til fjár­­kúgunar, hótanir og brot gegn frið­helgi einka­lífs.

Frétta­blaðið greindi frá málinu í dag en það á rót að rekja til sam­­kvæmis í sumar­bú­­stað í Skorra­­dal í októ­ber 2020.

Arnar og Víta­lía eru sögð hafa í sam­einingu staðið að at­burðar­rás og reynt að hafa fé af þre­menningunum sem Vitalía sakaði um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega.

„Ég vildi óska að lög­reglan hefði þekkingu og mann­skap til að rann­saka valda­mis­ræmi og mis­beitingu eldri karla á konum í við­kvæmri stöðu. En það virðist öllum vera drull. Þannig styrkist valda­kerfið og karlarnir sem mis­nota konur,“ skrifar Sól­ey og deilir hlekk með fréttinni.

Hátt í tuttugu manns hafa líkað við færslu Sóleyjar en þá spyr Ingunn Loftsdóttir í athugasemd af hverju þeir kærðu ekki strax?

„Svo týpískt - bíða hæfi­lega lengi og koma svo með kór­drengja mál­sókn. Hvít­þvottur og tengist ef­laust ein­hverju valda­brölti innan við­skipta­heimsins. Af­hverju kærðu þeir ekki strax ?,“ skrifar Ingunn.