Skreytum hús loga: „Óþolandi þessi afsláttar kúltúr“ – „Ertu líka reiður út í þriðjudagstilboð á Dominos?“

Hávær umræða skapaðist um afslátt af málningu hjá Slippfélaginu í hópnum Skreytum hús á Facebook. Soffía Dögg Garðarsdóttir, sem heldur úti Skreytum hús, sagði þeim sem spurði að meðlimir í hópnum fái sérkjör í Slippfélaginu, það sé mismikið eftir vöruflokkum. Þá fái meðlimir tvær fríar prufur úr SkreytumHús-litakortinu.

Sædís nokkur sagði að hún væri ánægð með þetta: „Ég gleymdi að byðja um þetta um daginn og maðurinn sem afgreiddi mig spurði hvort ég vildi ekki afslátt út á tiltekna síðu á netinu.“

Jónas nokkur var ekki sáttur: „Af hverju getur þessi sjoppa ekki bara verð með góð verð í stað þess að fólk sé stöðugt að betla einhverja afslætti ??“

Soffía var fljót að svara: „Það þarf enginn að betla og öllum er frjálst að nota hann - nú eða bara sleppa því, alls ekkert flókið.“

Bætti hún við: „Ertu líka reiður út í þriðjudagstilboð á Dominos?“

Jónas sagði: „Nei, en mér leiðasr betliafslættir, svona búðir eiga bara að vera með gott verð fyrir alla.“

Haraldur nokkur sagði þá: „Einhver er þá álagningin.“

Sigurður tók undir með Jónasi: „Óþolandi þessi afsláttar kúltúr. Ég væri fylgjandi lögum sem myndu banna afslætti. Bara eitt verð fyrir alla og engin mismunun.“