Skot­veiði­spjallið logar vegna fréttar í Morgun­blaðinu

Morgun­blaðið greindi frá því í blaði dagsins að skot­völlurinn á Álfs­nesi við Kolla­fjörð fengi nýtt starfs­leyfi. Starf­semi á vellinum hefur legið niðri í tvö ár vegna kæru­mála sem komu upp vegna starf­seminnar.

Hljóð­mælingar og aðrar at­huganir á svæðinu leiddu í ljós þær niður­stöður að há­vaði og önnur röskun væri langt undir öllum við­miðunar­mörkum.

Um­ræða hefur myndast vegna málsins á Face­book hópnum „Skot­veiði­spjallið“ en þar setur einn inn færslu með textanum: „Ó­trú­legt hvað er hægt að draga hluti út af smá væli.“

„Sumir eiga bara ekki að búa í þétt­býli. Það er allt að trufla fólk bílar, flug­vélar, fót­bolta­vellir, barir og auð­vitað skot­svæði. Svona fólk á að búa bara lengst upp í sveit,“ segir einn í at­huga­semd við færsluna.

„Öfgarnir eru ó­trú­legir hjá í­búum Grunda­hverfis sem héldu því fram að há­vaðinn væri 100db! Vega­lengdin á milli Álfs­ness og hverfisins er u.þ.b. 3,5 km,“ segir annar.

„Fínt að halda því til haga að ALLAR mælingar voru ..LANGT UNDIR öllum viðmiðunum. Bara svona af því að við erum mjög gjarnan ljótir byssukarlar og konur.“

Mynd/Skjáskot