Skortur á hundum á Ís­landi: „Greini­lega að aukast að fólk langi í hund“

Svo virðist vera sem fram­boðið á hvolpum hér á landi anni ekki eftir­spurninni. Hún hefur aukist það mikið að tala má um að hunda­skortur sé í landinu. Þetta kemur fram í Frétta­blaðinu í dag þar sem for­maður Hunda­ræktar­fé­lagsins segir það stóra á­kvörðun að fá sér hund.

„Við höfum fundið fyrir auknum á­huga og það er greini­lega að aukast að fólk langi í hund,“ segir Her­dís Hall­mars­dóttir, for­maður Hunda­ræktar­fé­lags Ís­lands.

Hún segir að vin­sælustu tegundirnar sem fé­lagið fær spurningar um þessa dagana séu „flat­nefja tegundir“ og þá komi oft fyrir­spurnir um labrador, ca­vali­er, mini­ature schnauzer, ís­lenskan fjár­hund og golden retri­e­ver.

Her­dís segir við Frétta­blaðið að það sé ekki endi­lega nei­kvætt að eftir­spurn eftir hundum og hvolpum sé meiri en fram­boðið. „Fókus ræktanda á ekki að vera á það að anna eftir­spurn heldur á heil­brigði,“ segir hún.

Frétt Frétta­blaðsins.