Sjöfn eldar hina fullkomnu Wellingtonsteik

Wellington nauta­lund­ er lík­lega ein­hver vin­sæl­asti rétt­ur­inn á veislu­borðinu yfir jól og áramót. wellington steikin, er innbökuð nautalund með ljúffengri fyllingu sem bráðnar í munni. Mörgum vefst tunga um tönn þegar kemur að því að útbúa Wellington steikina, elda nautalundina, gera fyllingu og setja hana í smjördeigið og tryggja að eldunin sé fullkomin.

Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þáttarins býður áhorfendum í eldhúsið til sín og sýnir þeim trixin hvernig á að elda hina fullkomnu Wellington steik frá Kjötkompaníinu.

Kjötkompaníið er að létta þeim lífið sem treysta sér ekki í allan pakkann með Lúxus Wellington nautalundinni fyrir þá sem hafa kannski ekki tíma og tök á og útbúa hina fullkomnu Wellington steik. „Þú þarft einungis að sjá um eldunina sem gerir eldamennskuna eins einfalda og hægt er,“segir Sjöfn og nefnir jafnframt að listin sé að fylgjast vel með kjarnhitanum.

FBL M&H Kjötkompaníið Wellington 2.jpeg

Síðan getur hver og einn valið það meðlæti sem hugurinn girnist.

Einnig ætlar Sjöfn að töfra fram glæsilegt sælkeraforréttahlaðborð að hætti Kjötkompaníisins sem hægt er að fá tilbúið til framreiðslu á augabragði sem bæði gleður auga og munn.

FBL M&H Kjötkompaníið hlaðborð 1.jpeg

Það má með sanni segja að matur og munúð verði í forgrunni í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld enda styttist óðfluga í hátíðarnar.

Þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00.