Sjáðu myndina: Jói Fel málaði and­lits­mynd af Rikka Gjé

Það tók einn frægasta sjón­varpskokk landsins fimm daga að mála and­lits­mynd af einum vin­sælasta út­varps­manni landsins. Þetta kom fram í út­varps­þættinum Brennslunni í morgun þar sem hulunni var svipt af verki Jóa en það má sjá hér að neðan.

„Þessi tók sirka fimm, sex daga og það var reyndar smá pressa,“ sagði Jói Fel um mál­verkið en hann var leyni­gestur í þættinum. „Ég var með and­litið á þér, smettið á þér, fyrir framan mig alla páskana,“ segir Jói Fel við Rikka.

Jói segist alltaf hafa haft ást­ríðu fyrir þvi að mála. „Ég hef alltaf verið að teikna og mála. Þetta er bara með­fætt eins og hjá mörgum. Svo hef ég haft rosa­lega góðan tíma undan­farið að ég hef verið að mála og mála.“