Sirrý Geirs, fegurðardrottning, er látin: Gáfuð, glæsi­leg og bros­mild

Guðrún Sig­ríður Geirs­dótt­ir fædd­ist 29. maí 1938 í Reykja­vík. Hún lést 1. fe­brú­ar 2020. Guðrún Sigríður eða Sirrý Geirs eins og hún var jafnan kölluð varð heimsfræg á Íslandi eftir að hafa verið kosin fegurðardrottning Íslands. Tók hún þátt í fegurðarsamkeppni Evrópu og alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss International í Kaliforníu þar sem hún hreppti þriðja sætið.

Sirrý var fyrsta fegurðardrottningin sem hugðist á einhvern frama erlendis. Vegna keppninnar fór hún í þriggja mánaða söngferðalag til Manila, Japans og Hong Kong. Hún starfaði síðan við kvikmyndir í Hollywood á árunum 1960-63 og lék þá m.a. í tuttugu sjónvarpsþáttum og þremur kvikmyndum auk þess sem hún stundaði þar söngnám.

Sirrý Geir lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um 1958. Um haustið inn­ritaðist hún í Há­skóla Íslands í heim­speki, frönsku og sænsku. Vorið 1959 var hún val­in feg­urðardrottn­ing Íslands en við það urðu straum­hvörf í henn­ar lífi og hún lagði há­skóla­námið á hill­una um sinn.

Haustið 1960 náði hún þriðja sæti í feg­urðarsam­keppn­inni Miss International á Langas­andi í Kali­forn­íu. Við tóku viðburðarík ár fram til 1970 en á þeim árum bjó hún í Los Angeles og New York. Hún ferðaðist víða, starfaði m.a. sem leik­kona í sjón­varpsþátt­um, kvik­mynd­um, aug­lýs­inga­mynd­um og við fyr­ir­sætu­störf.

Sigríður fór til New York 1963 og vann þar við og lék í sjónvarpsauglýsingum næstu þrjú árin, auk þess sem hún var einn vetur við tískusýningar í Acapulco í Mexíkó. Hún sneri aftur til Kaliforníu 1968 og vann þar í eitt ár við auglýsingagerð, en fór í þriggja mánaða söngferðalag til Singapúr og Hong Kong og dvaldi síðan í sex mánuði í Manila við auglýsingagerð. Þá ferðaðist hún um Indland, Íran og Egyptaland og kynnti sér indversk trúarbrögð og lífsviðhorf.

Á Lemúrnum segir:

„Sirrý kom meðal annars fram í sjónvarpsþáttunum The Beverly Hillbillies, auk þess sem hún fékk lítil hlutverk í kvikmyndunum The Crawling Hand og Hitler, en síðari myndin fjallaði um síðustu æviár Hitlers. Systir Sirrýar, Anna Geirsdóttir, keppti einnig í Ungfrú alheimi og lenti í öðru sæti.“

Um tímann í Hollywood sagði Sirrý Geirs í viðtali við Helgarpóstinn árið 1982:

„Ég leigði íbúð í Hollywood og bjó þar eftir þetta, lærði bæði söng og leik hjá góðum kennurum. Ég lék þarna i sjónvarpsþáttaseriu, þremur kvikmyndum og gerði dálitið af auglýsingamyndum jafnhliða. Ég lék til dæmis í Hitler með Richard Basehart, Bed-time Story með David Niven og fleirum og svo var það mín stærsta rulla, The Crawling Hand, sem var blanda af science fiction og hryllingsmynd. Hún er enn sýnd i sjónvarpi vestra af og til.\"

Óhjákvæmilega rekst fólk í kvikmyndaheiminum á annað fólk i sama starfi, frægt fólk. Sirrý upplifði það að sjálfsögðu:

„Ég hef hitt mjög marga af þeim, sem maður er að sjá í bíó núna og ekki siður í eldri sjónvarpsmyndum, sem við sjáum hér heima. Ég man í fljótu bragði eftir þeim indælishjónum Mary Pickford og Douglas Fairbanks sem ég hitti einu sinni I boði höldnu fyrir Felix prins af Austurriki, Ursulu Andress, Goldie Hawn, Jane Fonda, Natalie Wood og fleiri. Marilyn Monroe hitti ég einu sinni, var henni samferð í flugvél.“

Hvernig var Marilyn?

„Hún var ljós yfirlitum, ljóshærð, og í næfurþunnum kjól! Þetta var um það bil ári áður en hin dó. Við lentum saman í flugstöð, þar sem hún hafði ekki fengið að fara um borð i flugvélina, sem hún ætlaði með, því hún var með hundinn sinn með sér. vingjarnlegasta kona —en var fremur móðguð yfir því að hafa ekki fengið að hafa hundinn hjá sér, því henni fannst hún alveg nógu fræg til þess\"

Uppspuni og kjaftasaga

Vist hefur sitthvað verið sagt um Sirrý Geirs á íslandi. Hún sagist ekki taka það alvarlega. „Ég veit sjálf hvar ég stend“, sagði hún og brosti. „Ég var trúlofuð hér heima þegar ég för i fegurðarsamkeppnina og það slitnaði raunar ekki upp úr því fyrr en nokkrum ár-um seinna. Svo var ég aftur trúlofuð lögfræðingi i New York i tvö ár og loks var ég gift hér heima 1975. Það stóð ekki mjög lengi af ástæðum, sem ég kæri mig ekki um að fara út í, enda er það mitt einkamál.“

En þú hefur aldrei eignast börn?

„Það hefur aldrei gefist tími til þess og fer nú hver að verða síðastur, ha ha! Nei, annars, í alvöru, þá hefur aldrei komið til þess. Ég hef samt mikið verið innan um börn.“

Bætti Sirrý við að hún hefði oft gætt frænku sinnar, Sigríðar, sem kölluð var Níní.

Og ertu nú sest að hér fyrir fullt og allt?

„Já. Ég er búin að vera hér í tíu ár! Nú vil ég fara að nota mína menntun, ná mér i starfsreynslu sem kennari og skipta um tempó. Ég er búin að hafa nóg að gera siðan ég kom heim, hef verið í skólanum, unnið i heildsölunni hjá föður mínum, I Iðntæknistofnun og sitthvað fleira. Mér líður vel. Ég er frekar hamingjusöm að eðlisfari og reyni að hafa alltaf nóg að gera svo ég þurfi ekki að vera að hafa áhyggjur af eigin vandræðum. Nei, mig langar ekki út aftur.... ekki til að setjast að. Á þeim tíu árum sem eru liðin síðan ég kom heim er ég búin að fara í löng ferðalög. Einu sinni var ég eitt sumar á Hawaii og svo fór ég fyrir fjórum árum í siglingu með Cunard niður um alla Suður-Ameríku. Þar með hafði ég komið í fimm heimsálfur þ.e. ef maður skiptir Norður- og Suður-Ameríku I tvær. En nú bið ég eftir svari um hvort ég fái kennarastöðuna...“

Sirrý Geirs fékk síðan stöðu sem kennari en heim­kom­in árið 1971 hóf hún vinnu við fyr­ir­tæki Geirs, föður síns. Nokk­ur ár kom hún fram sem söng­kona með dæg­ur­laga­hljóm­sveit­um, m.a. með KK sex­t­ett og hljóm­sveit Ragn­ars Bjarna­son­ar og sem söng­kona tók hún þátt í sjón­varpsþátt­um. Lék hún einnig í kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.

Árið 1981 lauk hún BA-prófi í ensku og ári síðar kennslu­rétt­ind­um. Hún kenndi eft­ir það m.a. við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja og Mennta­skól­ann á Laug­ar­vatni.

Sirrý Geirs gift­ist árið 1975, Þor­keli Valdi­mars­syni en þau skildu eft­ir stutta sam­búð. Árið 1983, 30. des­em­ber, gift­ist hún Stefáni Bjarna­syni. Sirrý og Stefán voru barnlaus en hann átti tvo syni með fyrri eiginkonu sinni. Þau bjuggu lengst af á Sigluf­irði og í Hvera­gerði. Þar hélt Sig­ríður heim­ili þar til hún lést.

Sigríður (Níní) og Anna María skrifa í Morgunblaðið:

„Líf Sirrýj­ar frænku var fjöl­skrúðugt og fyr­ir barn var það hjúpað æv­in­týraljóma. Við skoðuðum oft mynd­ir frá árum henn­ar sem ung­frú Ísland, mynd­ir frá ýms­um heims­horn­um sem full­trúi Íslands á er­lendri grundu, allt frá Hollywood til Asíu. Við feng­um að máta kjól­ana henn­ar, spíg­spora um á hæla­skón­um henn­ar, máta hár­koll­ur og skart. Hvað það var skemmti­legt og hún gjöf­ul á sög­ur og söng. Mikið fannst okk­ur hún fal­leg og líf­leg. En hjá Sirrý voru líka dimm­ir dag­ar, myrk­ur og átök. Á þeim tíma skild­um við ekki hvers eðlis þetta var og gerðum það eitt sem barn ger­ir, héld­um okk­ur til hlés þar til Sirrý frænka varð aft­ur sjálfri sér lík, glæsi­leg, bros­mild og til­bú­in í fleiri æv­in­týri.“

Þá skrifa þær einnig:

„Hún var stálminn­ug og gat lýst í smá­atriðum hverri ein­ustu flík sem hún klædd­ist í Am­er­íku í Miss International-keppn­inni, ein­stak­ling­um og at­vik­um. Með sama hætti gat hún lýst nán­ast hverj­um ein­asta firði á Íslandi, helstu staðhátt­um og vegatálmum, án þess endi­lega að hafa komið á þær slóðir. Hún var sér­fræðing­ur í ætt­fræði og rakti ætt­ir okk­ar til kónga og drottn­inga. Minna mátti það ekki vera. Þá las hún og hlustaði á inn­lend­ar og er­lend­ar frétt­ir og var áskrif­andi að Time. Hún var ætíð mik­il næturugla og var því al­gengt að hún tæki upp sím­ann og hringdi í okk­ur löngu eft­ir miðnætti til þess að ræða hluti sem henni voru of­ar­lega í huga. Tím­inn var af­stæður hjá Sirrý frænku.“

„Að leiðarlok­um vilj­um við syst­ur þakka Sirrý fyr­ir okk­ur og þá um­hyggju sem hún sýndi okk­ur.“

Valtýr Sigurðsson skrifar:

„Sirrý var mik­il príma­donna og ekki var alltaf auðvelt að gera henni til geðs. Það sem hins veg­ar stóð upp úr var dugnaður henn­ar og kraft­ur. Hún fylgd­ist vel með frétt­um, las ís­lensk og er­lend tíma­rit og gat rætt um alla skapaða hluti. Þá var hún með af­brigðum minn­ug. Ætt­fræði var henn­ar ær og kýr og þau voru ekki fá skipt­in sem ég mátti hlusta á lang­ar skýr­ing­ar henn­ar á ýms­um ætt­artengsl­um. Ekki þýddi þá að reyna að stöðva hana með því að segja að ég þekkti hvorki haus né sporð á viðkom­andi fólki né hefði á þessu áhuga. Þó var það eitt sem hún virti alltaf í þess­um sam­töl­um og það var þegar ég sagði: „Sirrý, það er að koma frétta­tími.“ Það skildi hún og sam­tal­inu var umyrðalaust slitið.“

Sig­ríður lést eft­ir stutta sjúkra­legu á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands, Sel­fossi.