Sigur­steinn undrandi eftir þátt Kast­ljóss í gær­kvöldi

14. janúar 2021
11:48
Fréttir & pistlar

„Ætlar Ís­land virki­lega að krefja komu­far­þega um þrjú kórónu­veiru­próf,“ segir fjöl­miðla­maðurinn Sigur­steinn Más­son á Face­book-síðu sinni.

Sigur­steinn gerir þar um­mæli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis í Kast­ljósi í gær­kvöldi að um­tals­efni. Í þættinum kom fram að Þór­ólfi hugnaðist að þeir sem koma til landsins þyrftu að skila vott­orði um nei­kvætt CO­VID-19-próf.

Ekki nóg með það heldur þurfi fólk einnig að fara í skimun við komuna til landsins og fimm daga skimunar­sótt­kví uns niður­staða úr seinni sýna­tökunni hér­lendis kemur. Sum sé þrjár sýna­tökur alls ella fara í fjór­tán daga sótt­kví ef ekki er farið í skimun við komuna til landsins.

Eins og að Umferðarstofa banni akstur bifreiða

„Ég skil vel að Krabba­meins­læknir mundi leggja það til að banna sæl­gæti og sígarettur með öllu, rautt kjöt og á­fengi auk þess að ein­angra reiði­við­brögð enda sannað að reiði­til­finningar eru stór or­saka­valdur krabba­meins. Ég mundi líka skilja það á vissan hátt ef Um­ferðar­stofa mundi leggja til bann við akstri bif­reiða til að sporna við bíl­slysum en ég mundi þá treysta yfir­völdum til að taka yfir­vegaða á­kvörðun og fylgja tak­markað slíkum ráð­leggingum,“ segir Sigur­steinn sem telur réttast að beita hóf­legri að­gerðum.

Hann segir að hlut­verk Þór­ólfs sé að gera ítrustu til­lögur um sótt­varnir en hlut­verk stjórn­valda sé að sigta út það sem er skyn­sam­legt út frá heildar­hags­munum, frelsi og mann­réttindum. „Það er nefni­lega fleira sem skiptir máli í þessari ver­öld en blessuð veiran þótt merki­leg og mikil­væg sé.“

Fráleit hugmynd um veirufrítt land

Margir hafa tjáð sig undir færslu Sigur­steins og sitt sýnist hverjum í þessum efnum. Sumir gagn­rýna við­horf Sigur­steins og velta fyrir sér hvers vegna hann talar fyrir vægari að­gerðum sem gætu hleypt veirunni inn í landið.

Sigur­steinn hefur dvalið er­lendis síðustu mánuði, meðal annars á Kanarí­eyjum og í Anda­lúsíu á Spáni, og kveðst hafa kynnst því hvernig lang­tíma­plön og hóf­legar að­gerðir virka á­gæt­lega.

„Þetta er al­heims­far­aldur og það sýndi sig í haust að hug­myndin um að halda veirunni utan landsins, hug­myndin um ein­hvers­konar veiru­frítt Ís­land, gengur ekki upp jafn­vel þótt ger­ræðis­legum að­ferðum sé beitt á landa­mærum. Dag eftir dag koma nú upp smit á við­kvæmum deildum Lands­spítalans. Halda menn virki­lega að al­gjör lokun Ís­lands, sem krafan um þre­falda skimun þýðir de facto, mundi gera Ís­land veiru­frítt? Hvorki Norður Kóreu né Nýja Sjá­landi hefur tekist að verða veiru­frítt og þetta hefur verið upp og niður í Fær­eyjum eins og á Ís­landi. Það sem ég er ein­fald­lega að segja er að þar til hjarðó­næmi hefur verið náð með bólu­setningum þá verðum við að hafa hóf­legar og skyn­sam­legar að­gerðir. Það að ein­blína á veiruna og vera í sam­felldu kvíða­kasti yfir henni getur haft alls­konar auka­verkanir. Sjálfs­vígs­tíðni hefur stór­aukist á ís­landi og það er ekki minna mál en þessi veira. Ís­lendingar eru orðnir feitasta þjóðin innan OECD sem er stór­alvar­legt heilsu­fars­legt vanda­mál. Það er hægt að drepast úr ýmsu öðru en CO­VID og það er skylda stjórn­valda að hafa heildar­hags­muni að leiðar­ljósi.“

Hann tekur fram í annarri at­huga­semd að um leið og sett er fram gagn­rýni á hug­myndir sótt­varna­læknis sé sjálf­krafa gert ráð fyrir því að hann vilji hleypa veirunni lausri og sé sama um veikindi fólks eða dauða.

„Þetta er frá­leitt og við verðum að komast upp úr slíkum skot­gröfum. Nú þegar næstum ár er liðið síðan þessi ó­sköp dundu yfir þá verðum við að geta rætt málin mál­efna­lega og for­dóma­laust.“