Sigur­jón: Sjö tíma vinna en tekjurnar innan við þúsund kall á dag

Þungur rekstur hefur ein­kennt ís­lenska fjöl­miðla mörg undan­farin ár og hafa margir þeirra verið í þröngri stöðu. Sigur­jón M. Egils­son, rit­stjóri og út­gefandi Miðjunnar, varpar ljósi á stöðu síns miðils en í síðasta mánuði voru aug­lýsinga­tekjurnar 29 þúsund krónur. Staðan nú er þannig að hann þarf að borga með vefnum því tekjurnar eru langt undir því sem þarf.

Sigur­jón skrifar pistil um þetta á Miðjuna en hann hefur haldið vefnum úti undan­farin misseri þar sem einna helst er skrifað um pólitík og neyt­enda­mál.

Sigur­jón bendir á að frá ára­mótum hafi yfir hundrað þúsund les­endur komið við á vefnum og eru flettingarnar á sama tíma komnar yfir milljón.

„Aug­lýsinga­tekjur síðasta mánaðar voru 29.008 krónur. Innan við eitt þúsund krónur á dag. Að lág­marki er unnið í sjö klukku­stundir á dag við að lesa, skrifa, setja inn og annað þess háttar. Alla daga vikunnar. 50 klukku­stundir á viku.“

Sigur­jón segir að það sjái það hver sem vill að þetta gengur alls ekki. Sigur­jón hefur marga fjöruna sopið í ís­lenskum fjöl­miðlum og verið bæði rit­stjóri og frétta­stjóri, til dæmis á DV og Frétta­blaðinu.

„Hvað er til ráða? Ljóst er að það er eftir­spurn. Eins er ljóst að tekjurnar eru langt undir því sem þarf. Það þarf að borga með vefnum. Tekjur duga ekki fyrir hýsingu og öðrum föstum kostnaði. Tekjur eru aldrei borgaðar. Næst er að gera breytingar. Undir­búa lokun á vefnum og selja á­skriftir. Eða hætta,“ segir hann.