Sigur­jón ó­sáttur: Fá­tækir þurfa að fara ömur­lega vegi – Sigurður Ingi snerist á punktinum

„Pælið í þessu. Tvö­falt vega­kerfi. Nýir, flottir og traustir vegir fyrir þá efna­meiri. Fá­tæka fólkið verður á­fram að fara um gamla, hol­ótta og ömur­lega vegi.“

Þetta segir Sigur­jón M. Egils­son, rit­stjóri Miðjunnar, í pistli á vef sínum. Þar gerir hann ný­sam­þykkta sam­göngu­á­ætlun sem nær til áranna 2020 til 2034 að um­tals­efni. Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, skrifar um á­ætlunina í grein í Morgun­blaðinu í dag og segir Sigur­jón að þar rétt­læti hann nýja flata skatta sem verða inn­heimtir á vegum landsins.

Í grein sinni segir Sigurður Ingi:

„Allt eru þetta verk­efni sem fela í sér veru­­lega stytt­ingu leiða og aukið ör­yggi en þeir sem vilja ekki nýta sér þessi mann­­virki geta á­fram farið gömlu leiðina en munu þá verða af þeim á­vinn­ingi, fjár­hags­­leg­um og varðandi ör­yggi.“

Sigur­jón segir að með þessu sé ekki verið að gera neitt annað en að taka um tvö­falt vega­kerfi. „Stíll nú­verandi ríkis­stjórnarinnar er að leggja á nýja skattar hér og þar og alltaf er sama trixið notað. Flatir skattar þannig að allir borgi sömu krónu­tölu. Burt séð frá tekjum. Við­leitni ríkis­stjórnarinnar til að auka ó­jöfnuð er mikil og er ráðandi. Þar tekst ríkis­stjórninni ó­venju vel upp.“

Sigur­jón rifjar upp um­mæli Sigurðar Inga fyrir síðustu kosningar þegar hann sagði að ekki þyrfti að hækka skatta þó unnið yrði að sam­göngu­bótum. Hafnaði hann til að mynda skatt­heimtu­leið Jóns Gunnars­sonar, þá­verandi sam­göngu­ráð­herra, og Sjálf­stæðis­flokksins.

„Sigurður Ingi snerist á punktinum þegar hann munstraði sig og sinn flokk í ríkis­stjórnina. Við­snúningur Sigurðar Inga var mikill og með þeim mestu sem sést hafa. Og er af nógu að taka.“