Sigurður G. um KSÍ málið: „Eru ekki allir sak­lausir uns sekt þeirra er sönnuð? "

Sigurður G. Guð­jóns­son lög­maður var til við­tals í frétta­þættinum Dag­mál á vef­síðu mbl.is. Þar var KSÍ málið til umræðu, hvernig tekið var á því og að­koma Sigurðar að umræðunni í kjölfarið á því.

Að­spurður hvers vegna hann hafi fundið þörf hjá sér til þess að tjá sig á opin­berum vett­vangi um mál­efni Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands og bar­áttu­hópinn Öfga svarar hann því að hann hafi ein­fald­lega ekki getað orða bundist.

„Ég er þeirrar náttúru gæddur að ég reyni alltaf að spyrja eru hlutirnir eins og þeir eru sagðir. Eru ekki allir sak­lausir uns sekt þeirra er sönnuð? Ég hef trú á réttar­ríkinu og réttar­kerfinu. Ég vil að það sé leyst úr á­greiningi manna eftir þeim reglum sem gilda í sam­fé­laginu á hverjum tíma,“ segir Sigurður.

Hann bætir við að þetta sé eitt­hvað sem honum hafi fundist vanta í þá um­ræðu sem ein­kennt hefur KSí málið: „Mér hefur þótt vera svo­lítill mis­brestur á því, sér­stak­lega í kjöl­far þess að það geta allir tjáð sig á sam­fé­lags­miðlum – geta í sjálfu sér allir verið eigin fjöl­miðill. Þú getur sagt hvað sem er og fjöldinn sér þetta. Þú getur búið til hreyfingar og stundum hafa verið búnar til hreyfingar sem eru taldar góðar, hafa leitt til ein­hverrar góðrar niður­stöðu. Kannski er hug­myndin að baki þessu að vekja at­hygli á of­beldi og of­beldis­menningu, svona al­mennt séð. Það er auð­vitað gott verk­efni vegna þess að við viljum auð­vitað búa í sam­fé­lagi þar sem að of­beldi er ekki beitt eða er ekki viður­kennt,“ segir Sigurður.

Hann heldur á­fram: „Síðan gerist það að þetta fer allt úr böndunum og það er verið að saka eða bera á menn alls­kyns al­var­leg, refsi­verð brot. Of­beldi getur auð­vitað verið stundum þannig að það sér ekki á þér líkam­lega en það þegar það er farið að segja að þú hafir nauðgað ein­hverju eða það er við­loðandi ein­hver nauðgunar­menning í til­teknum hópi, þá ertu auð­vitað kominn langt út fyrir þá hugsun að berjast gegn ein­hverju. Þú ert farinn að saka, stundum ó­nafn­greinda menn, stundum er látið fljóta með hverjir þeir eru, hvað þeir gera og hvar þeir eru. Þá er þetta farið að snúast upp í and­hverfu sína.“

Sigurður segir að fjöl­miðlar eigi sinn þátt í því hvernig um­ræðan hefur spunnist: „Mér hefur bara blöskrað það síðast­liðin þrjú eða fjögur ár hvað það er hægt að ganga langt og hvað fjöl­miðlar hafa jafn­vel gengið langt. Tekið við yfir­lýsingum, flutt fréttir að þessir eða hinir þekktir ein­staklingar hafi gerst sekir um brot gegn hegningar­lögum, nauðgun, brot gegn blygðunar­semi eða allt sem er refsi­verð hátt­semi og það hafa verið fluttar af þessu fréttir eins og þetta sé sann­leikurinn.“

Hann talar á­fram um fjöl­miðla og vandar KSÍ ekki kveðjurnar. „At­lagan sem var gerð af hálfu RÚV á hendur bæði for­manninum og ég tala nú ekki um henni Klöru Bjart­marz sem var eigin­lega bara of­sótt af RÚV. Það var bara gert grín að því þegar hún var að reyna segja að KSÍ væri að reyna skoða málin í ein­hverjum ferlum eins og hún talaði um. Það var alveg sama hvað KSÍ sagði, lýsti yfir og sagðist vilja gera, það var bara ekkert nóg fyrir RÚV. Það endar bara með því að for­maður KSÍ, mikill sóma maður Guðni Bergs­son, frá­bær knatt­spyrnu­maður, mjög góður lög­fræðingur og góð per­sóna, hann er hrakinn úr starfi. Þetta er eins­dæmi. Hann er hrakinn úr starfi vegna þess að það er borið á hann að hann hafi leynt ein­hverju sem hann hafði verið beðinn um að halda trúnað,“ segir Sigurður.