Sigurði G brá á kaffi­húsi – sjáðu hvað hann borgaði fyrir kaffi, skonsu og engi­fer­skot

„Af okri!“ skrifar Sigurður G. Guð­jóns­son, hæstaréttarlög­maður, í færslu á Face­book.

„Brá mér á kaffi­hús í mið­­borginni á dögunum til að kaup mér næringu í ör­stuttu hléi á aðal­­­með­­ferð í dóm­húsinu við Lækjar­­torg. Keypti tvö­faldan latte (kaffi með mikilli mjólk) á 805 kr. með vski. Af því ég tók hann með mér í um­­hverfis­vænu pappa­­máli með um­­hverfis­vænu plast­­loki þá greiddi ég 5 kr. fyrir það en þó án vsk, hvernig sem það má nú vera hægt, svona stutt frá skattinum og stjórnar­ráðinu með alla sína skatt­heimtu og skatt­­eftir­­lit,“ skrifar Sigurður.

„Þá keypti ég mér eitt ör­lítið engi­­fer-og epla­­skot í plast­­flösku um­­hverfis­vænni og inn­fluttri. Þau her­­leg­heit kostuðu 465 kr með vsk. Þurfti ekki að borga fyrir það að taka þessar um­­búðir með mér. Loks keypti ég eina epla og kanils­­konsu sem kostaði 895 kr.
Fyrir þessi her­­leg­heit greiddi ég 2.170 kr. af því fékk ríkis­­kassinn 215 kr í formi vsk. af 2.160 kr. Af hverju kassinn fékk ekki skatt af 5 kr í þessum við­­skiptum er mér hulin ráð­­gáta.
Niður­­­staðan er hins vegar sú að þetta er lítið annað en okur,“ bætir Sigurður við og birtir mynd af kvittuninni.