Sigríður vill gefa þér 288 þúsund krónur

Ef hugmyndir Sigríðar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, verða að veruleika getur þú og allir aðrir Íslendingar fengið hlutabréf að virði 288 þúsund króna. Hún vill ekki að Íslandsbanki verði seldur, heldur fái allir Íslendingar hlut í bankanum. Í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið nýverið segir hún að kominn sé tími til að hrinda í framkvæmd áratugagamalli hugmynd. „Að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkunum til eignar,“ segir hún. Ekki sé til betri leið til að dreifa eignarhaldi og þá verði ekki hægt að saka neinn um að afhenda bankann útvöldum.

Í viðtali við Reykjavík síðdegis í vikunni sagði hún að líklega myndi hún líklega ekki fara fram á að allur bankinn gefinn landsmönnum, heldur 50 eða 75 prósent bankans.

RÚV hefur eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að söluverðmæti bankans sé á bilinu 130 til 140 milljarðar króna. Ef við gefum okkur að bankinn sé virði 140 milljarða króna og 75 prósent hans yrði gefinn öllum landsmönnum þá þýðir það hlutabréf að virði 288 þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu. Yrðu það 1,15 milljón króna fyrir fjögurra manna fjölskyldu.