Siggi Hlö: Hvernig virkar þessi leikur?

20. nóvember 2020
12:58
Fréttir & pistlar

Út­­varps­­maðurinn Sigurður Hlöð­vers­­son, eða Siggi Hlö eins og hann er jafnan kallaður, birti nokkuð skemmti­­legt skjá­­skot á Face­­book-síðu sinni.

Um­­rætt skjá­­skot er af frétta­vef Vísis þar sem sjá má frétt um átök í undir­­heimunum hér á landi. Eins og sést hér að neðan er fyrir­­­sögn fréttarinnar: Mynd­band sýnir bensín­­sprengju kastað inn á heimili á­rásar­­mannsins.

At­hygli vekur að akkúrat fyrir ofan fréttina er aug­­lýsing um bensín­­sprengju­­leik At­lants­­olíu. Er nema von að Sigurður varpi eftir­­farandi spurningu fram: „Hvernig virkar þessi leikur?“

Hvernig virkar þessi leikur?

Posted by Sigurður Hlöðversson on Föstudagur, 20. nóvember 2020