Síðasti dagur Þór­ólfs sem sótt­varna­læknir: „Ég knúsaði Ölmu í morgun og ég knúsaði Víði í gær“

Þór­ólfur Guðna­son kveður lands­menn sem sótt­varna­læknir en í dag var hans síðasti dagur í starfi. Hann verður gestur í Frétta­vaktinni á Hring­braut klukkan 18:30 í kvöld.

Á face­book síðu Hring­brautar fyrr í dag bauðst fólki að setja inn spurningar sem þau vildu að blaða­­maður bæri upp fyrir Þór­ólf, úr varð að heilla­óskirnar urðu fleiri en spurningarnar.

Ein spurning sem Þór­ólfur svarar í Frétta­vaktinni hljóðar svo:

Hve­­nær ætlar þrí­­eykið að knúsast? Alma lofaði því...

„Við höfum gert það. Ég knúsaði Ölmu í morgun og ég knúsaði Víði í gær, við eigum eftir að hittast aftur og knúsast betur,“ svaraði Þór­ólfur.

Hann bendir á að gríðar­­legur fjöldi fólks hafi tekist á við far­aldurinn, ekki einungis þrí­­eykið, hann sjálfur, Alma Möller, land­­læknir og Víðir Reynis­­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn.

„And­litin út á við höfum verið ég og Alma og Víðir svo­lítið en það er fullt af fólki sem á stóran hlut í þessu. En það er kannski ekkert ó­­eðli­­legt þó að fólk tengi endi­­lega mig við öll þessi við­­brögð og svona, en það er fjöldinn allur að fólki og fjöldinn sem heldur á­­fram og nýr sótt­varna­læknir sem er alveg frá­bær, svo ég held að það sé enginn sem þurfi að hafa neinar á­hyggjur,“ segir Þór­ólfur.

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr við­talinu. Nánar er rætt við Þór­ólf Guðna­son, frá­farandi sótt­varna­lækni í Frétta­vaktinni á Hring­braut í kvöld kl. 18:30.