Sex ára barn í bílnum sem skotið var á í Hafnar­firði - Faðirinn segir á­rásina mikið á­fall

Skot­á­rásin í Hafnar­firði í morgun verður rann­sökuð sem til­raun til mann­dráps en skotið var á að minnsta kosti tvær bif­reiðar fyrir utan Mið­vang 41 og var öku­maður í annarri þeirra þegar skot­á­rásin átti sér stað, sam­kvæmt RÚV.

Vísir.is greinir frá því að maðurinn í annarri bif­reiðinni sem skotið var á, með sex ára gamlan son sinn þegar skotin dundu á bif­reiðinni, þeir feðgar hafi verið á leið í leik­skólann þegar at­vikið átti sér stað.

Í sam­tali við Vísi segir faðirinn upp­á­komuna vera mikið á­fall en þeir feðgar búa ekki við Mið­vang.

Mikill við­búnaður lög­reglu og sér­sveitarinnar var á svæðinu sem var allt af­girt en um­sátur lög­reglunnar stóð yfir í rúmar fjórar klukku­stundir áður en maðurinn gaf sig sjálf­viljugur fram um tuttugu mínútur yfir tólf í há­deginu í dag.

Maðurinn sem er á sjö­tugs­aldri var hand­tekinn og færður á lög­reglu­stöðina til yfir­heyrslu. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu þykir mikið mildi að ekki fór verr þegar maðurinn skaut á bif­reiðina með öku­manni í.

Frá vettvangi fyrr í dag.