Setti fram kröftuga hugvekju eftir að hafa borist stefna vegna kreditkortareiknings

„Af hverju er ekki meiri skilningur á því að fólk sem er t.d. með heilar 125 þúsund í atvinnuleysisbætur og 2 lítil börn á framfæri geti ekki greitt alla sína reikninga einn tveir og bingó í þessu ástandi?“

Að þessu spyr tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir sem upplifði það á dögunum að þurfa að taka á móti stefnu vegna ógreidds kreditkortareiknings sem hafði setið á hakanum vegna tekjuskorts.

Fyrir það hafði hún árangurslaust reynt að óska eftir greiðslufresti vegna sérstakra aðstæðna sinna en líkt og flestir listamenn hefur Þórunn þurft að þola mikla tekjuskerðingu vegna samkomutakmarkanna.

„Þetta er einn af mörgum ógreiddum reikningum sem safnast nú saman og hörkuduglega ég mun að sjálfsögðu greiða...þegar ég má vinna vinnuna mína,“ segir Þórunn í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Það er nú þannig að covid bylgja eitt kom og hrifsaði allar tekjur af listamönnum og fleiri starfsstéttum byrjun árs og margir eru í sömu stöðu og allt fólk sem hætti sinni vinnu með glöðu geði til að hjálpa til að bjarga mannslífum. Stöðva heimsfarald og hætta í okkar vinnu með hag annara fyrir brjósti. Ég ítreka Með glöðu geði.“

Hún segist ekkert skilja í því hvers vegna ekki hafi verið að komið betur til móts við einstaklinga sem hafi þurft að þola tímabundnar tekjuskerðingar vegna faraldursins.

„Af hverju stöðva tannhjólin ekki líka í innheimturnar og reikningaflæðið þegar fólki er bannað að vinna til þess að bjarga öðrum og minnka álag á heilbrigðiskerfið?“

Allir sem mig þekkja vita að ég tek yfirleitt öllum heimsóknum fagnandi á heimlið okkar en í morgunn bankaði hér maður í...

Posted by Thorunn Antonia Magnusdottir on Saturday, November 14, 2020