Sér­stök deild gerð klár fyrir CO­VID-19 smitaða á Hrafnistu

Hrafnista hefur í for­varnar­skyni gert sér­staka deild til­búna til mót­töku á í­búum sem reynast smitaðir af CO­VID-19. Deildin, sem stað­sett er á nýju heimili Hrafnistu við Sléttu­veg í Reykja­vík, er ætluð í­búum á öllum Hrafnistu­heimilunum sex á höfuð­borgar­svæðinu, Reykja­vík, Kópa­vogi, Garða­bæ og Hafnar­firði. Hrafnista í Reykja­nes­bæ er langt komin með að undir­búa sam­bæri­lega að­stöðu fyrir Nes­velli og Hlé­vang. Á heimilunum átta búa um 800 manns í um fjórðungi hjúkrunar­rýma á landinu og þar starfa alls um eitt þúsund og fimm hundruð manns. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Hrafnistu. Þar segir enn fremur:

Í hópi starfs­liðs Hrafnistu hafa 92 ein­staklingar farið í sótt­kví frá upp­hafi far­aldursins og einn reynst smitaður. Enn hefur enginn íbúi greinst smitaður af veirunni. Á heimilunum er fylgt skýrum verk­ferlum og við­brögðum með til­liti til veirunnar enda eru nær allir í­búar í á­hættu­hópi. Neyðar­stjórn Hrafnistu fundar dag­lega á fjar­fundi um stöðu mála.

Komi til þess að íbúi á ein­hverju Hrafnistu­heimilanna á höfuð­borgar­svæðinu greinist smitaður af CO­VID-19 verður við­komandi fluttur á deildina við Sléttu­veg þar sem hann mun fá við­eig­andi þjónustu meðan á veikindum stendur. Ráð­stöfunin hefur verið kynnt fyrir í­búum og að­stand­endum auk þess sem verið er að efla bak­varðar­sveit heimilanna í for­varnar­skyni komi til þess að fleiri í hópi starfs­manna þurfi að sæta sótt­kví. Með það að leiðar­ljósi hefur að­stand­endum m.a. verið boðið að skrá sig í bak­varðar­sveitina og hafa við­brögð í þeim hópi farið fram úr björtustu vonum. Sem stendur er þó ekki gert ráð fyrir að kalla þurfi til að­stand­endur, en komi til þess munu við­komandi starfa á öðrum heimilum en þeim sem nánustu skyld­menni búa.