Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar

Séra Karl miðlar reynslu sinni af mót­læti lífsins

24. mars 2020
12:38
Fréttir & pistlar

Séra Karl Sigur­björns­­son, biskup emi­­ritus, miðlar reynslu sinni af mót­læti í lífinu í nýjum þætti á Hring­braut í kvöld, Til­­verunni, en með honum má segja að kirkjan komi til fólksins og miðli boð­­skap sínum á öldum ljós­gjafans.

Þátturinn er unninn í sam­vinnu við Biskups­­stofu á tímum þegar fólkið getur ekki lengur fjöl­­mennt í kirkjuna sína – og því var brugðið á það ráð að fá guð­­fræðingana Svein Val­­geirs­­son, Dóm­­kirkju­prest og Steinunni Arn­­þrúði Björns­dóttur, prest í Nes­­kirkju til að stjórna viku­­legum þætti um mann­eskjuna og trúna á tímum mót­lætis og kvíða.

Séra Karl er aðal­­­gestur þáttarins í kvöld og segir frá glímu sinni við ill­vígan sjúk­­dóm og þær að­­stæður þegar andinn er við það að bugast og auð­velt er að reiðast guði sínum, en meðal annars efnis í þættinum er hug­vekja frá ný­vígðum presti, Al­­dísi Rut Gísla­dóttur og við­­tal við Pétur Georg Markan, sam­­skipta­­stjóra Kirkjunnar um þjónustu hennar á þeim sér­­­stöku tímum sem nú vara.

Þátturinn byrjar klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur viku­­lega fram á vor.