Sendi öllum 186 þjóðarleiðtogum bréf: Svarið frá Guðna einstakt og í uppáhaldi – Sjáðu myndina

Max Schwartzman, mennta­skóla­nemandi í South Windsor í Connecticut í Bandaríkjunum, á­kvað í sumar að senda nær öllum þjóðar­leið­togum heimsins bréf. Hann sendi alls 186 þjóðarleiðtogum bréf, fékk tuttugu svör og segir hann að svarið sem hann fékk frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sé í miklu uppáhaldi.

Fréttablaðið sagði frá þessu á vef sínum.

Schwartzman segir að tilgangurinn hafi í raun verið tvennskonar: hann á sér þann draum að starfa í banda­rísku utan­ríkis­þjónustunni og þá er hann rit­stjóri skóla­blaðsins, The Bobcat Prowl, og langaði að skrifa grein um svörin sem hann fékk.

Hann spurði þjóðarleiðtogana einnar spurningar: „Hvað finnst þér að ungir Banda­ríkja­menn ættu að vita um þjóð þína eða þig?“

Hann segir við staðarmiðilinn Fox61 að svarið frá Guðna hafi verið í miklu uppáhaldi hjá honum. Þannig var bréfið það eina sem var handskrifað og þá var það líka á persónulegum nótum hjá Guðna.

„Það var mjög fal­lega orðað og per­sónu­legt. Hann lét eftir­skrift fylgja í lok bréfsins þar sem hann talaði um að bærinn okkar (South Windsor) hafi verið stofnaður sama ár og Al­þingi Ís­lendinga var endur­reist. Hann minntist einnig á að einn af með­limum hljóm­sveitarinnar Toto væri frá South Windsor.“

Nánar á vef Fréttablaðsins.