Semu bor­ist morð­hót­an­ir í kjöl­far gagn­rýn­i á Pét­ur Jóh­ann, Björn Brag­a og Gillz

Sema Erla Serd­ar, stjórn­­mál­a- og Evróp­u­­fræð­ing­ur, gagn­rýnd­i í gær mynd­band þar sem má sjá hinn þjóð­þekkt­u grín­ist­a Pét­ur Jóh­ann Sig­fús­son leik­a as­ísk­a konu þeim Birn­i Brag­a og Agli til mik­ill­ar skemmt­un­ar. Semu þótt­i mynd­band­ið vera gott dæmi um ras­ism­a, kven­fyr­ir­litn­ing­u og for­rétt­ind­a­blind­u hvítr­a karl­mann­a.

„Ég stend við allt sem ég sagð­i um fram­kom­u og hegð­un þess­ar­a mann­a,“ sagð­i Sema á Fac­e­bo­ok í dag. Hún lýs­ir því að hafa feng­ið hol­skefl­u skil­a­boð­a í kjöl­far þess að hún tjáð­i sig um mál­ið.

Hót­uð­u að skjót­a fjöl­skyld­u­með­lim­i

„Þrátt fyr­ir ó­trú­leg­a á­reitn­i síð­ast­a sól­ar­hring­inn frá þeim sem tóku þett­a til sín (og ættu frek­ar að eyða tíma sín­um í að í­hug­a vel hvers vegn­a það er í stað þess að á­reit­a mig), þrátt fyr­ir hót­an­ir um of­beld­i og að fjöl­skyld­an mín yrði skot­in. Þrátt fyr­ir það þá stend ég við það sem ég sagð­i og í­trek­a það hér með.“

Þrí­menn­ing­arn­ir úr mynd­band­in­u hafi sýnt af sér ras­ísk­a hegð­un og við­brögð að­dá­end­a­hóps þeirr­a hafi stað­fest allt sem Sema hafð­i sagt með eig­in við­brögð­um.

„Þess­ar "fyr­ir­mynd­ir" ala á for­dóm­um og kven­fyr­ir­litn­ing­u hjá að­dá­end­um sín­um og ýta und­ir slík­a hegð­un hjá þeim. Það sást skýrt á sorp­in­u sem fylgd­ar­lið þeirr­a skild­i eft­ir á inst­a­gram­in­u hjá mér og ein­kennd­ist af sömu efn­is­tök­um og varð til þess að ég þurft­i að loka fyr­ir at­hug­a­semd­ir þar.“

Sema ein í for­svar­i

Við­brögð­in sýni fram á hvers­u langt er í að for­dóm­um, kven­hatr­i og ras­ism­a verð­i út­rýmt á Ís­land­i.

„Ein skýr­ast­a birt­ing­ar­mynd þess er að ÉG hef ver­ið gerð að aðal per­són­u þess­ar­ar sögu, sem hef­ur í raun ekk­ert með mig að gera. ÉG er lát­in sitj­a fyr­ir svör­um og lát­in skýr­a það sem MÉR gekk til. Á sama tíma krefst eng­inn þess að þess­ir "flott­u" og "fræg­u" gaur­ar svar­i fyr­ir ó­geð­felld­a fram­kom­u sína. Það er eng­inn að biðj­a þá um að svar­a fyr­ir hegð­un sína, ras­ism­a sinn og kven­fyr­ir­litn­ing­u. Nei, ÉG er vond­i gæj­inn í þess­ar hryll­ings­mynd.“

Ras­ism­i drep­ur

Sema bæt­ir við að hún muni ekki hika við að af­hjúp­a for­dóm­a þekktr­a ein­stak­ling­a aft­ur ger­ist þeir sek­ir um slíkt. „Ég mun ekki syk­ur­húð­a kven­fyr­ir­litn­ing­u eða tipl­a á tán­um í kring­um ras­ism­a. Ég mun ekki þegj­a eða hugs­a mig tvisvar um áður en ég af­hjúp­a for­dóm­a og ras­ism­a. Ég hef aldr­ei gert það og sé enga á­stæð­u til þess að byrj­a á því núna.“

„Ras­ism­i er aldr­ei í lagi, óháð því hvern­ig hann er sett­ur fram eða hver set­ur hann fram. Ras­ism­i er of­beld­i. Ras­ism­i er hætt­u­leg­ur. Ras­ism­i drep­ur!“

Ekki náðist í Pétur Jóhann við gerð fréttarinnar.