Sema Erla brjáluð út í Pétur Jóhann, Björn Braga og Egil: „Því­­lík skömm að þessari ó­­­geðs­­legu rasísku hegðun“

„Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna inn­sýn í heim for­dóma, (menningar­legs) ras­isma og kven­fyrir­litningar á Ís­landi í dag.“

Þetta segir Sema Erla Serdar, stjórn­mála- og Evrópu­fræðingur og bar­áttu­kona fyrir mann­réttindum, í færslu á Face­book-síðu sinni. Þar deilir hún mynd­bandi þar sem sjá má grín­istann Pétur Jóhann Sig­fús­son bregða á leik, Birni Braga og Agli til mikillar gleði. Svo virðist vera sem Björn Bragi hafi tekið mynd­bandið upp og birt á Snapchat í af­mælis­veislu Egils sem fram fór um helgina.

„Þessir gaurar eru stór­kost­legt dæmi um for­réttinda­blindu hvíta, mið­aldra karl­mannsins sem trúir því virki­lega að það séu engir for­dómar eða ras­ismi á Ís­landi og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrika­lega flottur og frá­bær og al­gjör­lega ó­með­vitaður um sín for­réttindi og sitt fram­lag til þess að við­halda valda­kerfi og kúgun feðra­veldisins, ras­ismans og hvítra yfir­burða að honum finnst þetta bara í lagi - þrátt fyrir um­ræðuna síðustu daga,“ segir Sema í færslu á Face­book.

Hún bætir við að Pétur sé „svo blindur á sína for­réttinda­stöðu að honum finnst þessi subbu­legi ras­ismi meira að segja eiga heima á inter­netinu svo að sem flestir geti notið hans! Því­lík skömm að þessari ó­geðs­legu rasísku hegðun.“

Sema Erla tekur fram í færslunni að henni finnist ó­þægi­legt að dreifa mynd­bandinu á­fram en það sé þó nauð­syn­legt í ljósi stöðu þeirra.

„Mér finnst ó­þægi­legra að hugsa til þess að fólk sé ekki með­vitað um rasíska hegðun þessara ein­stak­linga og eru jafn­vel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á "skemmtanir" hjá þeim án þess að vera með­vitað um inn­ræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir aug­ljós­lega standa fyrir,“ segir Sema Erla sem endar færsluna á þessum orðum:

„P.s. Ef þú hugsar með þér "það má ekkert lengur" eða "þetta er bara grín" þá ertu hluti af vanda­málinu og þarft að fara í góða innri sjálfs­skoðun. Ras­ismi er aldrei í lagi, sama í hvaða formi hann birtist!“

Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma...

Posted by Sema Erla Serdar on Þriðjudagur, 9. júní 2020