Segir það í lagi að halda fram­hjá flokknum sínum

Í helgar­við­tali Frétta­blaðsins segir Gísli Marteinn að það megi halda fram­hjá stjórn­mála­flokknum sínum í borgar­stjóra­kosningum.

Gísli segist sannfærður um að Reykjavík sé að þróast í rétta átt og nefnir að á fundi sam­taka um bíllausan lífsstíl á dögunum hafi oddvitar allra flokka í Reykjavík verið sammála um að bæta þurfi almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð.

„Þetta er alveg glænýtt. Svo ráða kjósendur hverjum þeir trúa í þessum efnum en það er engin spurning að fyrir bara örfáum mánuðum hefðu þau ekki öll svarað þessu svona. Svo eru í öllum flokkunum misstórir hópar auðvitað sem róa í þveröfuga átt.

Er þetta kannski ástæða þess að fólk hagar atkvæði sínu oft með allt öðrum hætti í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum?

„Já, og í sveitarstjórnarkosningum er fólk meira til í að halda fram hjá flokknum sínum og það er meira leyfi til að prófa aðra hluti.“ Hann nefnir sem dæmi persónufylgi Davíðs Oddssonar sem tryggði Sjálfstæðisflokknum 60 prósent atkvæða 1990. Stórsigur Jóns Gnarr 2010 og hve miklu stærri Samfylkingin er í Reykjavík en á landsvísu.

Við­talið í heild sinni má lesa hér.

Fleiri fréttir