Segir sið­laust að leyfa þrí­eykinu að ráða - Þau séu hættu­legri en CO­VID-19 og hrun, ótti og dauði sé fram­undan

Jóhannes Lofts­son, for­maður Frjáls­hyggju­fé­lagsins, segir þá á­kvörðun að láta völdin í hendur Víðis, Þór­ólfs og Ölmu vera sið­lausa. Hann segir þá á­kvörðun að þvinga fólk í sótt­kví með ofur­valdi hafi verið tekin vegna ótta og muni kosta manns­líf og hag­kerfið hrynja. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jóhannes vill opna landið og bjóða upp á „vöru allra tíma“ sem skortur sé á um allan heim um þessar mundir. Sú vara, segir Jóhannes er frelsi og mann­réttindi. Hann segir meiri hættu stafa af þrí­eykinu en kóróna­veirunni.

Jóhannes heldur fram að Víðir, Þór­ólfur og Alma hafi með ofur­valdi svipt Ís­lendinga­bæði frelsi og lýð­ræði í nafni ótta. Við það að missa frelsið missi fólk stjórn á lífinu og þá vaxi ótti og ó­vissa. Hann bætir við að vegna þessa blasi við „al­gjört hrun“ og hör­m­ung­ar af stærðar­gráðu sem aldrei hef­ur sést áður. Mesta hættan sé ekki vegna CO­VID-19 heldur að­gerðum stjórn­valda. Jóhannes segir:

„Á þriðja þúsund Ís­lend­inga deyja ár hvert og hrun hag­­kerf­is­ins sem mun valda hruni heil­brigðis­þjón­ustu mun hafa veru­­lega nei­­kvæð á­hrif á það. Því er al­­gjör hunsun yf­ir­valda á þess­ari al­var­­legu hættu vegna of­urá­herslu á kór­ónu­töl­­fræði hreint galið á­byrgðar­leysi sem get­ur kostað hundruð manns­lífa þegar fram í sæk­ir.“

Jóhannes heldur einnig fram að þvinguð sótt­kví geri það að verkum að sjúk­lingar hætti að leita sér að­stoðar. Þeir vilji ekki bera á­byrgð á lokun vinnu­staðar eða þá skömm að senda fjölda af sak­lausu fólki í sótt­kví. Þá eigi fólk að fá að velja sjálft hvort það fari í sótt­kví eða ein­angrun.

„Ef þess­ari sið­lausu stefnu yf­ir­valda er ekki breytt er hætt við að kór­ónu­veir­an fari í fel­ur á ný og valdi svo marg­­föld­um skaða í seinni bylgju næsta haust þegar smit­hætt­an vex aft­ur.“

Jóhannes telur enn hægt að bjarga ferða­manna­iðnaðinum með stefnu­breytingu og bjóða upp á „eft­ir­­sótt­ustu vöru allra tíma, sem mik­ill skort­ur er á um þess­ar mund­ir um all­an heim: Frelsi og mann­rétt­indi,“ líkt og for­maður Frjáls­hyggju­fé­lagsins orðar það. Hann bætir við:

„Með því að fella niður þving­un­ar­­kröf­ur um sótt­kví og ein­angr­un get­ur Ís­land skorið sig úr sem þjóð sem virðir mann­rétt­indi og býður alla vel­komna. Slíkt boð mundi strax vekja at­hygli um all­an heim, enda er frelsi og ör­yggið sem mann­rétt­ind­um fylg­ir afar dýr­­mætt í dag. Frelsið er þannig markaðs­vara sem sel­ur sig sjálf.“

Jóhannes telur enga hættu á ferðum eða sýktir ein­staklingar kæmu til landsins. Rökin segir hann vera að sýkt fólk ferðist síður. Hann tekur þó ekki fram að lang­stærsti hópurinn sem smitaður er af kóróna­veirunni er ein­kenna­laus. Þá segir Jóhannes að markaðurinn finni fljótt lausnir sem henti á­standinu. Við þetta bætir Jóhannes að öryggi ferða­manna sem sýktust myndu aukast við það að opna landið og smit­hættan minnka.

„ ... ef þeir gætu ó­hrædd­ir nálg­ast lækn­is­hjálp, án þess að eiga á hættu að vera svipt­ir frels­inu,“ segir Jóhannes í Morgunblaðinu.