Segir frambjóðendur hafa hringt í tólf ára dóttur sína

Finnur Magnússon deilir því á Twitter að það hafi frambjóðendur verið að hringja í tólf ára dóttur hans og biðja hana um að kjósa sig.

„Hey creepy frambjóðendur, ekki hringja í 12 ára dóttur mína og biðja hana að segja mér að kjósa ykkur,“ segir Finnur á Twitter og er alls ekki sáttur við þetta.

Einn Twitter notandi bendir honum á að þar sem hann er líklega skráður fyrir númerinu þá geta frambjóðendur ekki vitað betur.

Finnur svarar þessu og segir að númerið eigi að vera ómerkt. „Er korter frá því að hlaða í GDPR kæru,“ segir hann að lokum.

Fleiri fréttir