Segir frá­leitt að Einar verði næsti borgar­stjóri

Viktor Val­garðs­son stjórn­mála­fræðingur segir að það sé frá­leit að Fram­sókn ætli að gera kröfu að Einar Þor­steins­son komi beint úr fjöl­miðlum, í nýjan flokk og verði borgar­stjóri strax.

Hann segir Einar vera á­gætan, en hans stefnu­mál virðast vera að gera allt eigin­lega eins, en bara að­eins meira „næs“.

Einar hefur verið í fjöl­miðlum í fjölda ára en hætti ný­verið á RÚV til þess að taka þátt í kosningum fyrir hönd Fram­sóknar. Það verður á­huga­vert að sjá hvort honum takist að verða borgar­stjóri.

Fleiri fréttir