Hringbraut skrifar

Segir baklandið í vg vera ánægt með stjórnarsamstarfið

13. febrúar 2020
13:57
Fréttir & pistlar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir baklandið í Vinstrihreyfingunni grænu framboði vera ánægt með ríkisstjórnarsamstarfið við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk og skilaboð flokksstjórnarfundarins um síðustu helgi hafi einmitt verið að klára kjörtímabilið með sæmd.

Og hún segir það ekki þversagnarkennt að vera talin vinsæll forsætisráðherra og blómstra sem slíkur, eigi það að heita raunin, í samstarfi við þessa gömlu valdaflokka. Hún geti unnið með öllum, það sé aðalatriði - og flokkar verði að hugsa samskiptin sín á milli upp á nýtt eftir ólgusjói síðustu ára.

Þetta segir hún í ítarlegu samtali við þau Lindu Blöndal og Sigmund Erni í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í kvöld, en þar er farið um víðan völl, rætt um eðli og styrk stjórnarsamstarfsins, efnahagsóvissuna, kjaraviðræður, umhverfismál, fjölmiðlaumhverfið og arfleifðina sem hún vill skila eftir sig á stóli valdamesta manns landsins.

Viðtalið, sem er 26 mínútna langt, fer í loftið klukkan 21:00 í kvöld.