Segir áform mannanna um hryðjuverk „mjög sjokkerandi“

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir fréttir af hryðjuverkaáformum ungra íslenskra manna „mjög sjokkerandi“. Það segir Helgi í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Þar kemur enn fremur fram að hann sé ekki sammála þeim sem segi þetta ekki hafa komið á óvart.

„Við Íslendingar höfum hingað til ekki haft mikið af öfgahópum, hvorki til hægri né vinstri. Við sjáum þetta víða á Norðurlöndunum og í öðrum löndum Evrópu, þar sem eru skipulagðir hópar, sem hafa meira að segja náð langt í pólitík,“ segir Helgi í viðtalinu við Morgunblaðið.

Þar fer hann jafnframt yfir kjarna slíkra hópa og segir það blessunarlegt að slíkir hópar hafi ekki náð fótfestu hér. Þá varar hann við því að draga of miklar ályktanir af málinu á meðan það er enn til rannsóknar.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Fleiri fréttir