Sæunn hjólar í Ólaf: „Afhjúpar fyrirlitningu gagnvart fólki sem fer á túr“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að ný drög að reglugerð sem feli í sér að fyrirtækjum verði skylt að bjóða upp á ókeypis tíðavörur og ókyngreind salerni geti leitt af sér mikinn kostnað fyrir fyrirtæki. „Þessar aðgerðir væru gífurlega kostnaðarsamar fyrir fyrirtækin. Þau þurfa að kaupa inn vörur og jafnvel gera mjög kostnaðarsamar breytingar á eldra húsnæði. Fyrir svona breytingum þarf að vera skýr lagastoð og við höfum ekki fundið hana,“ sagði Ólafur

Sæunn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Veganmatur, er ekki sátt og hjólar í Ólaf á Twitter:

„Nei kapítalistar, þetta er ekki í lagi. Kostnaður við túrvörur starfsfólks í mínu fyrirtæki er gróflega áætlaður 1/10 af klósettpappírskostnaði,“ segir hún og bætir við: „Þetta setur ekkert fyrirtæki á hliðina en andstaðan afhjúpar fyrirlitningu gagnvart fólki sem fer á túr.“