Sá banda­ríski vill bryn­varðan bíl meðan sá breski hjólar í vinnuna

Í fjölmiðlum síðustu daga hefur verið mikið fjallað um Jef­frey Ross Gunt­her, sendi­herra Banda­ríkjanna á Ís­landi, eftir banda­rískir fjöl­miðlar greindu frá því að hann hefði óskað eftir því að fá bryn­varðan bíl, stungu­vesti og vopn þar sem hann óttaðist um öryggi sitt á Ís­landi.

Mikill munur virðist vera á banda­ríska sendi­herranum og þeim breska en Michael N­evin, sendi­herra Bret­lands á Ís­landi, birti í dag myndir af sér hjólandi um Reykja­vík á sam­fé­lags­miðlinum Twitter.

Undir myndinni skrifar segir Nevin sig vera heppinn að geta hjólað í vinnuna ef hann vill. Hjóla­ferð Nevin í vinnuna er hins vegar er ekki löng enda býr sendi­herrann um 50 m frá sendi­ráðinu.

Mynd­birtingin er ekki alveg úr lausu lofti gripin en hún er svar við tísti frá breska sendi­ráðinu um að Bret­land sé að fara eyða um 2 milljörðum punda í að hvetja fólk til þess að hjóla meira.