RÚV endurbirtir Kastljósþáttinn frá 2012

RÚV hefur ákveðið að endurbirta Kastljósþáttinn frá árinu 2012 sem fjallaði um málefni Samherja.

Þann sama dag, 27. mars, gerðu fulltrúar Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Embættis sérstaks saksóknara húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri.

Samherji lét gera sérstakan þátt – sem var sýndur fyrst í dag – þar sem því var haldið fram að Helgi Seljan hefði falsað gögn við gerð þáttarins. Helgi hefur sjálfur harðneitað þessu sem og útvarpsstjóri og fréttastjóri RÚV sem standa þétt við bakið á Helga.

Í frétt sem birtist á vef RÚV nú í kvöld kemur fram að ásakanir Samherja gefi RÚV tilefni til að endurbirta þáttinn í heild sinni og geta áhugasamir séð hann hér.