Rukka fyrir bíla­stæði við gos­stöðvarnar

Sjón­varps­konan Lóa Pind Al­dísar­dóttir greinir frá því á Face­book síðu sinni að gjald­taka sé hafin aftur á nýjan leik á bíla­stæðunum við upp­haf göngu­leiðarinnar að eld­gosinu í Mera­dölum.

„Mér varð litið inn í heima­banka appið mitt og rak þá augun í nýja rukkun frá fé­lagi sem ég kannast ekki við. Fer að gúgla og átta mig á að þetta er rukkun fyrir bíla­stæði,“ segir hún.

Hún segist ekki hafa vitað að gjald­tökunni en hún fór að gos­stöðvunum nokkrum klukku­stundum eftir að sprungan opnaðist.

„Hvergi sá ég skilti eða upp­lýsingar um að við yrðum rukkuð um nærri 5000 krónur fyrir að leggja bílnum á mölinni,“ segir Lóa og spyr:

„Er ekki lág­mark að fólk sé upp­lýst um að það sé að kaupa sér þjónustu??“

„Bara svo ég taki það fram, að ef land­eig­endur hafa borið kostnað af því að leggja stíga, þá finnst mér sjálf­sagt að greiða fyrir það en það truflaði mig að hafa ekki haft hug­mynd um að þetta væru gjald­stæði,“ segir Lóa síðan í at­huga­semd við færsluna.