Rómantískt og fallegt heimili í náttúruparadís

Á Suðurlandi í útjaðri við Selfoss í fallegu einbýlishúsi býr María Auður Steingrímsdóttir fagurkeri og stórfjölskyldumóðir ásamt fjölskyldu sinni. Í þættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn Þórðar Maríu í sveitina og innsýn í heimilisstíl hennar og lífið í sveitinni. María hannaði og teiknaði húsið sjálf í samráði við arkitekt með glæsilegri útkomu og má segja að heimilisstíll hennar sé sambland af rómantískum sveitastíl og ítölskum stíl.

FBL María Steingríms

Mikið er lagt upp úr útisvæði heimilisins og stór og mikill pallur umvefur húsið þar sem náttúran nýtur sín allt í kring. „Hér úti erum við mikið og byrjum nánast alla daga daginn hér úti alla ársins hring,“segir María.

FBL María Steingrímsdóttir 4.jpeg

„Þegar ég hannaði húsið lagði ég mikið upp úr því að ég fengi gott rými og vinnupláss í eldhúsinu og flæðið í húsinu væri gott,“segir María. Fjölskylda Maríu er stór og samheldin og hittist mikið í matarboðum. „Við höldum mikið saman og foreldrar okkar hjóna koma líka mikið til okkar og því má segja að hjarta heimilisins slái hér í eldhúsinu.“

FBL María Steingrímsdóttir 1.jpeg

María er mikill sælkeri og nýtur sín við matargerðina. Eldhúsið er með ítölsku yfirbragði og sælkerakræsingar með ítölsku ívafi eru ávallt á borðum þegar gesti ber að garði. Matarástin slær svo sannarlega á heimili Maríu og sjálf er hún smáframleiðandi og er með vinnueldhús við heimili sitt. María á og rekur fjölskyldufyrirtækið Pesto.is og er að framleiða pestó, hummus, sælkerasultur, kryddkurl og fleiri sælkeravörur sem hafa vakið eftirtekt og njóta mikilla vinsælda.

Maríu er margt til lista lagt og það má með sanni segja að hún sé með marga bolta á lofti í sveitinni. Eftir að þau fluttu í sveitina fór hún út í hundarækt fyrir algjöra tilviljun. „Þá vaknaði ástríða okkar fyrir íslenska fjárhundinum, sem er afskaplega dýrmætur hundur,“ segir María og elskar að vera innan um hunda sína og tíkin hennar Snotra fylgir henni hvert fótmál.

FBL María Steingrímsdóttir Snotr hundur10.jpeg

Lifandi og skemmtilegt innlit á heimili Maríu í þættinum Matur og Heimili í kvöld.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endursýning er klukkan 21.00 í kvöld.