Rifjar upp það sem Katrín sagði um flótta­börn rétt áður en hún varð for­sætis­ráð­herra

15. september 2020
13:24
Fréttir & pistlar

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálpar­sam­taka fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk á Ís­landi, rifjar upp um­mæli sem Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra lét falla á Al­þingi árið 2017, eða tveimur mánuðum áður en hún varð for­sætis­ráð­herra.

Um fátt hefur verið meira rætt undan­farna daga en yfir­vofandi brott­vísun egypskrar fjöl­skyldu, for­eldra og fjögurra barna þeirra, sem til stendur að senda úr landi á morgun.

Sema Erla rifjar á Face­book-síðu sinni upp um­rædda ræðu Katrínar sem flutt var þann 27. septem­ber 2017. „Til­efni ræðu hennar er breyting á lögum um út­lendinga til þess að koma í veg fyrir brott­vísun tveggja ungra stúlkna með flótta­bak­grunn,“ segir Sema Erla en ræðan sem hún birtir er hér að neðan:

„Frú for­seti. Þegar fram­kvæmd laga sem varðar fólk í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, börn, hefur það í för með sér að rétt­lætis­kennd jafn margra er mis­boðið, þá er á­stæða til að hlusta. Þegar UNICEF og Rauði krossinn biðja okkur að hlusta er á­stæða til að hlusta, hlusta og velta því fyrir sér hvort við séum að fram­fylgja lögum sem eiga að byggjast á mann­úð með þeim hætti sem við eigum að gera þannig að þau upp­fylli skyldur barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna sem við höfum undir­gengist. Það er nefni­lega á­stæða til að hlusta og velta því fyrir sér. Það er niður­staðan sem full­trúar sex flokka af sjö hér á Al­þingi komust að, að það væri á­stæða til að hlusta. Ég velti því fyrir mér hvort full­trúar þess flokks sem ekki kýs að styðja þessa breytingu ættu ekki að hlusta. Ég segi já við þessari breytingu.“

Mikil um­ræða hefur farið fram um málið undan­farna daga og komu mót­mælendur saman við ráð­herra­bú­staðinn í morgun þar sem fyrir­hugaðri brott­vísun var mót­mælt. Við sama til­efni fékk Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra af­hentar rúm­lega 12 þúsund undir­skriftir þar sem fyrir­hugaðri brott­vísun var mót­mælt.

Styrmir Gunnars­son, fyrr­verandi rit­stjóri Morgun­blaðsins, bloggar um málið á vef sinn í dag og segir hann það alveg skýrt að Ís­land sé að brjóta þær skuld­bindingar sem við höfum tekið á okkur með aðild að Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Bendir hann á að Ís­land hafi gerst aðili að Barna­sátt­mála Sam­einuðu Þjóðanna í janúar 1990, full­gilt hann í októ­ber 1992 og öðlaðist hann gildi hér í nóvember sama ár.

Styrmir bendir á að í 3. grein hans 1. tölu­lið segi:

"Það sem barni er fyrir beztu skal á­vallt hafa for­gang, þegar fé­lags­mála­stofnun á vegum hins opin­bera eða einka­aðila, dóm­stólar, stjórn­völd eða lög­gjafar­stofnanir gera ráð­stafanir, sem varða börn".

Í 2. tölu­lið sömu greinar segir:

"Með hlið­sjón af réttindum og skyldum for­eldra eða lög­ráða­manna, eða annarra sem bera á­byrgð að lögum á börnum, skuld­binda aðildar­ríkin sig til að tryggja börnum þá vernd og um­önnun sem vel­ferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauð­syn­legar ráð­stafanir á sviði lög­gjafar og stjórn­sýslu."

Styrmir segir að þessi texti sé alveg skýr. „Hann sýnir að með brott­vísun þeirrar fjöl­skyldu, barna og for­eldra þeirra, sem hafa verið í fréttum síðustu daga, er Ís­land að brjóta þær skuld­bindingar, sem við höfum sem aðildar­ríki Sam­einuðu þjóðanna tekið á okkur með aðild að Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna og full­gildingu hans hér. Sjái stjórn­völd ekki að sér fyrir morgun­daginn (mið­viku­dag) er fullt til­efni til að leita úr­skurðar dóm­stóla um þetta efni.“

147. löggjafarþing — 8. fundur, 27. sept. 2017. Útlendingar. 113. mál "Frú forseti. Þegar framkvæmd laga sem varðar...

Posted by Sema Erla Serdar on Þriðjudagur, 15. september 2020